„Alþýðuleikhúsið“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Leilamamma (spjall | framlög)
stutt samantekt
 
Ekkert breytingarágrip
Lína 6:
== Starfsemi ==
Það frumsýndi fyrstu sýningu sína, Krummagull eftir [[Böðvar Guðmundsson]] á Neskaupstað 28. mars 1976, síðan var lagt af stað um landið og sýnt var alls 62 sinnum á 44 stöðum. Leikritið var tekið upp fyrir sjónvarp í Dramatiska Institutet í Stokkhólmi, þar sem einn af stofnendum leikhússins, Þráinn Bertelsson, var við nám í kvikmyndaleikstjórn. Haustið 1976 var Skollaleikur Böðvars Guðmundssonar frumsýndur á Borgarfirði eystra og síðan á ýmsum stöðum á landinu. Haustið 1977 var farið með hann í leikför til Skandinavíu. Alls urðu sýningar á leiknum um hundrað og var hann síðast tekinn upp í sjónvarpi vorið 1978. Leikstjóri beggja sýninganna var Þórhildur Þorleifsdóttir. Fyrstu árin var mest sýnt í Lindarbæ, og árið 1981 fékk leikhúsið inni í Hafnarbíói, sem stóð neðst við Barónsstíg en sýndu einnig á Kjarvalsstöðum, í Þýska bókasafninu, Ásmundarsal, Hlaðvarpanum, Gamla bíói, Iðnó, Tjarnarbíói, Hafnarhúsinu og víðar.
 
==Tilvísanir==
<references/>
 
[[Flokkur:Leikhús á Íslandi]]