„Rosa Luxemburg“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Vesteinn (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
[[Mynd:Rosa Luxemburg ND2.JPG|thumb|right|Stytta af Rósu Luxemburg.]]
 
'''Rosa Luxemburg''' ([[pólska]]: Róża Luksemburg; [[5. mars]] [[1871]] – [[15. janúar]] [[1919]]) var [[Pólland|pólskur]] byltingarsinni og róttækur kenningasmiður. Hún var hugmyndafræðingur [[Félagslegur lýðræðisflokkur pólska konungdæmisins|félagslegs lýðræðisflokks pólska konungdæmisins]] en varð síðar virk í [[Þýskaland|þýska]] [[sósíaldemókrataflokkurinn (Þýskalandi)|sósíaldemókrataflokknum]] og síðar í [[Sjálfstæði sósíaldemókrataflokkur Þýskalands|Sjálfstæða sósíaldemókrataflokknum]]. Hún varð þýskur [[ríkisborgari]] [[1898]] þegar hún giftist Gustav Lübeck. Eftir að þýskir sósíaldemókratar studdu þátttöku Þýskalands í [[Fyrri heimsstyrjöldin]]ni stofnaði hún [[Spartakusarsamtökin]] (''Spartakusbund'') ásamt [[Karl Liebknecht|Karli Liebknecht]] sem síðar varð [[kommúnistaflokkur Þýskalands]]. Samtökin tóku þátt í misheppnaðri [[bylting]]artilraun í [[Berlín]] árið [[1919]] sem var barin niður af vopnuðum herflokkum uppgjafarhermanna. Rosa var handtekin ásamt hundruðum annarra, pyntuð og drepin. Frá þeim tíma hefur verið litið á hana sem einn af [[píslarvottur|píslarvottum]] [[kommúnismi|kommúnismans]].
 
'''Rosa Luxemburg''' ([[pólska]]: Róża Luksemburg; [[5. mars]] [[1871]] – [[15. janúar]] [[1919]]) var pólskur byltingarsinni og hagfræðingur sem starfaði lengst í [[Berlín]] og var einn af stofnendum [[Kommúnistaflokkur Þýskalands|þýska kommúnistaflokksins]] og var helsti hugmyndafræðingur hans.
 
==Bernska og námsár==
Rósa Luxemburg fæddist vorið 1871, inn í fjölskyldu pólskra gyðingar. Hún gekk menntaveginn og fékk ung áhuga á róttækum stjórnmálahugmyndum. Þegar hún fór til háskólanáms í [[Sviss]] kynntist hún róttækum hugsuðum og aðgerðasinnum og gekk í þeirra raðir. [[Félagslegur lýðræðisflokkur pólska konungdæmisins]] var fyrsti vettvangurinn þar sem hún lét til sín taka sem hugmyndafræðingur.
 
==Ritdeilur við Bernstein==
Rósa gerði sig snemma gildandi í [[Sósíaldemókrataflokkur Þýskalands|þýska sósíaldemókrataflokknum]], sem þá rúmaði enn þá tvo hópa sem seinna áttu eftir að klofna í krata og kommúnista. Meðal annars kenndi hún efnilegum flokksmönnum í flokksskóla, og tók virkan þátt í deilum um stefnu flokksins. [[Eduard Bernstein]] var formaður hans í lok 19. aldar, og þótt hann kenndi sig við [[Marxismi|marxismann]], leiddi hann flokkinn á braut umbótastefnu, kosningabaráttu og skipulagningar verkalýðsfélaga sem einbeittu sér að kaupum og kjörum. Eitt frægasta rit sitt, ''Þjóðfélagsumbætur eða byltingu?'', samdi Luxemburg sem ádeilu á stefnu Bernsteins, og hélt fram málstað byltingarsinnaðs marxisma gegn umbóta- eða endurskoðunarstefnunni sem Bernstein boðaði.
 
== Kvenréttindi ==
Árið [[1910]] var haldin alþjóðleg ráðstefna Alþjóðasamtaka sósíalískra kvenna undir nafninu ''Vinnandi konur''. Þar stuðluðu Rosa Luxemburg og [[Clara Zetkin]], kvenréttindakona og leiðtogi kvennadeildar þýska jafnaðamannaflokksins sem lagði fram tillöguna, að því að stofnaður yrði [[alþjóðlegur baráttudagur kvenna]]. Ráðstefnan, sem sótt var af yfir 130 konum frá 16 löndum, samþykkti tillöguna samhljóma. Í dag er þessi dagur haldin [[8. mars]] ár hvert.
 
==Stjórnmálaþátttaka==
Á árunum fyrir [[Fyrri heimsstyrjöldin|fyrri heimsstyrjöldina]] sáu flokkar sósíaldemókrata — sem sameiginlega mynduðu [[Annað alþjóðasambandið]] — að til styrjaldar stefndi, og ákváðu að vinna gegn styrjaldarþátttöku í hverju landi fyrir sig. Þegar stríðið hófst, stóðu fáir þingmenn þeirra samt við það. Rósa Luxemburg og fleiri róttækari sósíaldemókratar efndu þá til tveggja ráðstefna í Sviss árið 1916, í Zimmerwald og Kienthal, þar sem hinir róttæku ákváðu að segja skilið við endurskoðunarsinnana. Heim komin til Þýskalands gekk Rósa Luxemburg þá í að stofna hreyfingu Spartakista, sem kenndi sig við [[Spartakus|rómverskan uppreisnarþræl]], ásamt [[Karli Liebknecht|Karl Liebknecht]], eina þingmanni þýskra sósíaldemókrata sem hafði greitt atkvæði gegn stríðs-fjáraukalögum vegna styrjaldarinnar.
 
==Nóvemberbyltingin==
Í nóvember 1918 braust út bylting í Þýskalandi, rétt áður en landið samdi um vopnahlé í styrjöldinni. Þótt Luxemburg og Liebknecht hefðu ekki talið tímabært að byrja byltingu, ákváðu þau að fyrst hún væri samt hafin, væri best að leggja allt í sölurnar. Liebknecht kom fram á svalir þinghússins í Berlín og hélt ræðu fyrir mannfjölda, þar sem hann lýsti yfir stofnun alþýðulýðveldis.
 
Við vopnahléð í heimsstyrjöldinni var þýski herinn afvopnaður, en hægrisinnaðir uppgjafarhermenn mynduðu þá sínar eigin nokkurn veginn óháðu hersveitir, Fríðliðasveitirnar (Freikorps), sem tókust á við byltingarmenn í Berlín frá nóvember 1918 og fram í janúar 1919. Í þessum róstum voru Liebknecht og Luxemburg hvött til að fara huldu höfði, en vildu það ekki. Þau voru bæði tekin föst í desember 1918.
 
==Dauði og arfleifð==
Þann 15. janúar 1919 voru Rosa Luxemburg og Karl Liebknecht bæði drepin í haldi. Líki Rósu var kastað út í síkið Landwehrkanal í Vestur-Berlín. Frá þeim tíma hefur verið litið á hana sem einn af [[píslarvottur|píslarvottum]] [[kommúnismi|kommúnismans]].
 
{{commons|Rosa Luxemburg|Rosu Luxemburg}}