„Louis Pio“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ný síða: '''Louis Pio''' (14. desember 184127. júní 1894) var danskur sósíalisti og fyrsti formaður Jafnaðarmannaflokkurinn (Danmörk)|Jafnaðarmannaf...
 
→‎Ævi og störf: insláttarvilla
Lína 2:
 
==Ævi og störf==
Pio fæddist í [[Roskilde]] sonur yfirmanns í danska hernum af frönkumfrönskum ættum og konu af borgarastétt. Foreldrarnir skildu þegar hann var aðeins tólf ára og við tóku erfið ár. Honum var vísað snemma úr skóla vegna agavandamála og naut hann því lítillar formlegrar menntunar. Hann tók þó að kynna sér danskar þjóðsögur og hóf að skrifa í blöð og tímarit. Árið 1870 hóf hann störf fyrir dönsku póstþjónustuna og hefur honum verið eignaður heiðurinn að rauðu póstkössunum sem hafa fylgt stofnuninni til þessa dags.
 
Hugmyndir [[sósíalismi|sósíalista]] hreyfðu snemma við Pio en það var þó ekki fyrr en árið 1871 þegar fregnir af [[Parísarkommúnan|Parísarkommúnunni]] breiddust út um Evrópu að hann ákvað að stíga skrefið til fulls. Hann sagði upp starfi sínu hjá Póstinum og hóf bréfaskipti við forystumenn í [[Alþjóðasamband jafnaðarmanna|Alþjóðasambandi jafnaðarmanna]] í [[Genf]] og hugsjónabræður sína í [[Kaupmannahöfn]]. Ásamt þeim [[Harald Brix]] og [[Poul Geleff]] tók hann að undirbúa stofnun Danmerkurdeildar Alþjóðasambandsins og að skipuleggja verkalýðsfélög að breskri fyrirmynd. Á þessu tímabili starfaði Pio á daginn sem einkakennari hjá auðugri fjölskyldu, en skrifaði róttækar greinar og ræður á kvöldin.