„Austrómverska keisaradæmið“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Stonepstan (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
Muninn (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
Lína 3:
 
== Saga ==
Skipting Rómaveldis í austur og vestur átti rætur sínar að rekja til ársins 285 þegar [[Diocletianus|Díókletíanus]] og [[Maximianus|Maximíanus]] skiptu með sér völdum. Ríkið var sameinað á ný undir einn keisara árið 324 þegar [[Konstantínus mikli]] stóð uppi sem sigurvegari í baráttu við [[Licinius]]. Árið 330 gerði Konstantínus [[Konstantínópel]] (sem áður hét Býsantíon) að nýrri höfuðborg Rómaveldis og varð borgin síðan höfuðborg Austrómverska ríkisins. Eftir dag Konstantínusar stýrðu Rómaveldi ýmist einn, tveir eða þrír keisarar í senn. Árið 394 tryggði [[Theodosius 1.|Þeódósíus 1.]] stöðu sína sem keisari yfir öllu heimsveldinu en þegar hann lést árið 395 var ríkinu skipt í austur og vestur á milli sona hans [[Arcadius|Arkadíus]]ar og [[Honorius (keisari)|Honoríus]]ar. Þessi skipting Rómaveldis reyndist varanleg og stjórnaði hvor keisarinn sínum helmingi allt þar til vestrómverska keisaradæmið leið undir lok árið 476 og það austrómverska stóð eitt eftir.
 
Ríkið var víðfeðmast á valdatíma [[Justinianus 1.|Jústiníanusar 1.]], sem var keisari á árunum 527 – 565, en hann stefndi að því að vinna á sitt vald öll þau landsvæði sem áður höfðu tilheyrt Rómaveldi. Þessu markmiði sínu náði Jústiníanus ekki, en honum tókst þó, með hjálp Belisaríusar, helsta hershöfðingja síns, að vinna [[Norður-Afríka|Norður-Afríku]] úr höndum [[Vandalar|Vandala]] og [[Ítalía|Ítalíu]] af [[Gotar|Austgotum]]. Fljótlega eftir dauða Jústiníanusar fór ríkið þó að dragast saman aftur því árið 568 réðust [[Lombarðar|Langbarðar]] inn á Ítalíuskaga og hertóku stóran hluta hans.
 
Á [[7. öld]] misstu Austrómverjar allt sitt land fyrir botni [[Miðjarðarhaf]]s og í Norður-Afríku í hendur [[Arabar|Araba]]. Auk þess hirtu Búlgarar af þeim stór landsvæði á [[Balkanskagi|Balkanskaganum]].