„Tyrkland“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Jan Myšák (spjall | framlög)
m Undid edits by 85.220.75.234 (talk) to last version by Þjarkur
Merki: Afturkalla SWViewer [1.4]
Muninn (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
Lína 40:
 
==Söguágrip==
Landið þar sem Tyrkland er nú hefur verið byggt ýmsum [[AnatólarAnatólía|anatólískum þjóðum]] frá því á [[fornsteinöld]], auk [[AssyríumennAssyría|Assyríumanna]], [[GrikkirGrikkland hið forna|Grikkja]], [[ÞrakverjarÞrakía|Þrakverja]], [[FrýgíumennFrýgía|Frýgíumanna]], [[Úrartar|Úrarta]] og [[ArmenarArmenía|Armena]]. Eftir landvinninga [[Alexander mikli|Alexanders mikla]] varð menning svæðisins [[hellenismihelleníski tíminn|hellenísk]] sem hélt áfram eftir að það varð hluti af [[Rómaveldi]] og síðar [[Austrómverska keisaradæmið|Austrómverska keisaradæminu]]. Á [[11. öld]] hófu [[Seljúktyrkir]] að flytjast til svæðisins og sigur þeirra á Austrómverska keisaradæminu í [[orrustan við Manzikert|orrustunni við Manzikert]] [[1071]] markar upphaf Tyrklands. [[Soldánsdæmið Rûm]] ríkti yfir stærstum hluta Anatólíu fram að innrás [[Mongólaveldið|Mongóla]] [[1243]]. Eftir það skiptist ríkið í nokkur minni [[anatólísku furstadæmin|furstadæmi]].
 
Frá lokum 13. aldar hófu [[Ottómanar]] að sameina þessi furstadæmi og enduðu á því að skapa heimsveldi sem náði yfir stærstan hluta Suðaustur-Evrópu, [[Vestur-Asía|Vestur-Asíu]] og [[Norður-Afríka|Norður-Afríku]]. [[Tyrkjaveldi]] náði hátindi sínum undir stjórn [[Súleiman mikli|Súleimans mikla]] á 16. öld. Það var áfram stórveldi næstu tvær aldirnar þar til atburðir á 19. og 20. öld urðu til þess að það missti flest lönd sín í Evrópu. Þar með dró verulega úr styrk og ríkidæmi heimsveldisins. Eftir [[valdaránið í Tyrkjaveldi 1913]] var landið undir stjórn [[þrír pasjar|þriggja pasja]] sem ákváðu að ganga til liðs við [[Miðveldin]] í [[Fyrri heimsstyrjöld]]. Í stríðinu voru framin [[þjóðarmorð]] á [[þjóðarmorð Armena|armenskum]], [[þjóðarmorð Assýringa|assýrískum]] og [[þjóðarmorð Grikkja|grískum]] íbúum landsins. Eftir stríðið var löndum Tyrkjaveldis [[skipting Tyrkjaveldis|skipt upp]]. [[Mustafa Kemal Atatürk]] hóf þá [[sjálfstæðisstríð Tyrklands]] gegn setuliði [[Bandamenn (fyrri heimsstyrjöldin)|Bandamanna]]. Soldánsdæmið var afnumið 1922 og lýðveldi stofnað árið eftir undir forsæti Atatürks. Atatürk réðist í miklar samfélagsumbætur sem margar voru undir áhrifum frá [[vestræn heimspeki|vestrænni heimspeki]] og stjórnmálahugsun.