Munur á milli breytinga „Íslensk málfræði“

1.690 bætum bætt við ,  fyrir 5 mánuðum
ekkert breytingarágrip
'''Íslensk málfræði''' nær yfir allar þær reglur í [[íslenska|íslensku]] sem gilda um uppbyggingu [[orð]]a, [[orðasamband]]a og [[setning]]a. Á Íslandi er hefð fyrir [[forskriftarmálfræði]], þar sem reglur eru lagðar fram og þær kenndar sem „rétt mál“, en meðal málfræðinga er [[lýsandi málfræði]] ríkjandi. Í lýsandi málfræði er leitast við að gera grein fyrir málinu eins og það er notað í dag. Þar af leiðandi teljast fyrirbæri svo sem [[þágufallssýki]] til viðurkenndra tilbrigða en ekki er litið á þau sem „rangt mál“.
{{hreingera|Vantar að gera íslenskri málfræði greinargóð skil}}
 
Íslenska er [[beygingamál]] með fjórum [[fall (málfræði)|föllum]]: [[nefnifall]]i, [[þolfall]]i, [[þágufall]]i og [[eignarfall]]i. Í íslensku geta [[nafnorð]] haft eitt af þremur [[Kyn (málfræði)|málfræðilegum kynjum]]: [[Karlkyn (málfræði)|karlkyn]], [[Kvenkyn (málfræði)|kvenkyn]] eða [[hvorugkyn]]. Nafnorð, [[Fornafn|fornöfn]] og [[lýsingarorð]] beygjast í falli og [[Tala (málfræði)|tölu]] (annaðhvort [[Eintala|eintölu]] eða [[Fleirtala|fleirtölu]]). [[Lýsingarorð]] hafa bæði [[Sterk beyging|sterka]] og [[Veik beyging|veika]] beygingu og [[Stigbreyting|stigbreytast]] ([[frumstig]], [[Miðstig (málfræði)|miðstig]], [[efsta stig]]).
 
Sagnir beygjast eftir [[Persóna (málfræði)|persónu]] (fyrstu, annarri eða þriðju), tölu (eintölu eða fleirtölu), [[Tíðbeyging sagna|tíð]] (nútíð eða þátíð), [[Hættir sagna|hætti]] ([[Framsöguháttur|framsöguhætti]] eða [[Viðtengingarháttur|viðtengingarhætti]]) og [[Sagnmyndir|mynd]] ([[germynd]] og [[miðmynd]]). Með [[Hjálparsögn|hjálparsögnum]] má mynda önnur [[horf]] og myndir svo sem [[dvalarhorf]], [[lokið horf]] og [[þolmynd]].
 
==Saga fræðilegrar umfjöllunar==
Fyrsta skriflega umfjöllunin um '''íslenska málfræði''' sem vitað er um er [[Fyrsta málfræðiritgerðin]]. Fyrsta málfræðiritið sem gefið var út á prentuðu formi var ''[[Grammatica Islandica rudimenta]]'' (sem er [[latína]] og þýðir „grunnkennsla í íslenskri málfræði“) sem er oft stytt í ''Rudimenta'' eftir [[Runólfur Jónsson|Runólf Jónsson]] ([[latína|latínu]]: ''Runolphus Jonae'') sem kom út árið [[1651]] og var prentað í [[Oxford]] árið [[1689]]. Fyrsta forníslenska orðabókin var ''[[Specimen lexici runici]]'' prentuð [[1650]]. Fyrsta orðabók nútímaíslensku var ''[[Lexicon Islandicum]]'' eftir Guðmund Andrésson.
 
==Reglur==
18.098

breytingar