Munur á milli breytinga „Alþjóðapóstsambandið“

m
Merki: 2017 source edit
(→‎Gagnrýni á reglur UPU: Bætti við mynd)
 
== Gagnrýni á reglur UPU ==
[[Mynd:Icelandic Postbox.jpg|thumb|200px|Íslenskur póstkassi.]]
 
Við stofnun sambandsins árið 1874 var samþykkt að alþjóðlegur póstur væri afhentur í móttökulandi endurgjaldslaust. Magn rúms og pósts hafði tilhneigingu til að vera jafnt í hverju landi og því var tap á reglunum lítið. En með fjölgun þróunarlanda í sambandinu jókst þrýstingur á að efnaðri ríki aðstoðuðu hin efnaminni við að fjármagna endanlega afhendingarkostnað. Árið 1969 var samþykkt hjá Alþjóðapóstsambandinu að efnaðri ríkin myndu greiða 70 – 80 prósent af kostnaði við innlendan póst til að fá hann afhentan í öðrum löndum, en fátækari ríkin borguðu aðeins 20-30 prósent.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.economist.com/business/2018/09/06/the-trump-administration-takes-on-the-international-postal-system|titill=The Trump administration takes on the international postal system|höfundur=The Economist Newspaper|útgefandi=The Economist Newspaper|mánuður=8. september|ár=2018|mánuðurskoðað=29. mars|árskoðað=2021}}</ref>
Þessi jöfnunarregla fór að hafa veruleg neikvæð áhrif með fjölgun póstsendinga síðari ára vegna aukinnar netverslunar, ekki síst frá Kína sem skilgreint er sem þróunarríki. Vestrænum ríkjum bar þannig að niðurgreiða póstsendingar til landsins frá Kína. Á grundvelli þessara skuldbindinga varð mikið tap á rekstri póstþjónustu vegna erlendra sendinga, meðal annars í Bandaríkjunum og einnig á Íslandi.<ref>{{Vefheimild|url=https://sa.is/media/26359/umsogn-sa-og-svth-um-frumvarp-til-laga-um-postthjonustu-270-mal-291118.pdf|titill=Efni: Umsögn um frumvarp til laga um póstþjónustu, 270. Mál|höfundur=SA og SVÞ|útgefandi=Samtök atvinnulífsins|mánuður=29. nóvember|ár=2018|mánuðurskoðað=29. mars|árskoðað=2021}}</ref><ref>{{Vefheimild|url=https://www.ruv.is/frett/fa-ad-rukka-vidbotargjold-af-pokkum-fra-kina|titill=Fá að rukka viðbótargjöld af pökkum frá Kína|höfundur=RÚV|útgefandi=RÚV|mánuður=6. apríl|ár=2019|mánuðurskoðað=29. mars|árskoðað=2021}}</ref> Rússar tóku upp innheimtu sérstakt sendingargjalds og aðrar þjóðir fylgdu í kjölfarið. Árið 2019 var reglum sambandsins því breytt.
 
 
== Tenglar ==
 
2.224

breytingar