„Hreindýr“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Bjarga 1 heimildum og merki 0 sem dauðar.) #IABot (v2.0.8
m →‎Tegundir: undirtegundir
Lína 52:
Hreindýrabúskapur hefur um aldaraðir gegnt mikilvægu hlutverki fyrir líf og afkomu allflestra frumbyggjaþjóða á norðurheimskautasvæðinu í Evrópu og Asíu. Sérstaklega er þar um að ræða [[Samar|Sama]], [[Nenet|Nenetsa]], [[Khant|Khanta]], [[Evenk|Evenka]], [[Jukaghir|Júkagíra]], [[Tjuktji|Tjúkta]] og [[Koryak|Korjaka]]. Sennilega hafa menn byrjað að temja hreindýr þegar á [[bronsöld]] (um 1500 árum f.Kr.). Aðallega er hreindýrabúskapur stundaður vegna kjöts, felds, og horna. Áður fyrr voru hreindýr einnig notuð sem mjólkurdýr og dráttardýr. Í Síberíu voru hreindýr líka höfð til reiðar enda eru hreindýrin í Síberíu talsvert stærri en þau skandinavísku. Hreindýrahjarðir hvers eiganda eru allt frá nokkrum hundruðum dýra til fleiri þúsunda. Hreindýrin eru eiginlega hálfvillt og ganga laus árið um kring þó eigendur hafi eftirlit með þeim og flytji þau milli beitisvæða allt eftir árstíma. Möluð hreindýrahorn eru seld sem lyf í Austur-Asíu.
 
== TegundirUndirtegundir ==
[[Mynd:Albino raindeer.jpg|thumb|right|250px|Hjörð af hreindýrum í Jämtland, Svíþjóð. Fyrstur fer hvítingi]]
* '''Skógarhreindýr''' (''R. tarandus caribou''), fundust áður á túndrum og skógarsvæðum í norðurhluta Norður-Ameríku allt frá Alaska í vestri til Nýfundnalands í austri og allt suður til [[New England|Nýja-Englands]]. Þau eru hins vegar horfin af stærstum hluta þessa svæðis og eru alls staðar í útrýmingarhættu nema í norðurhluta [[Quebec]] og [[Labrador]] í Kanada.