„Súesskurðurinn“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Mynd
 
Lína 5:
 
Voru það helst Frakkar sem létu sig dreyma um þessa miklu framkvæmd, en [[Napóleon Bónaparte]] skoðaði möguleikann á þessu til að klekkja á Bretum með því að eiga betri samgönguleið en þeir til og frá Asíu. Verkfræðingar hans misreiknuðu hins vegar mælingarnar og töldu það óæskilegt.
[[Mynd:Container Ship 'Ever Given' stuck in the Suez Canal, Egypt - March 24th, 2021 (51070311183).jpg|thumb|Skipið ''Ever Given'' hamlaði umferð um skurðinn árið 2021 þegar það strandaði.]]
 
==Stjórnendur==
Skurðinum er stjórnað af SCA (Suez Canal Athority)<ref>https://www.suezcanal.gov.eg/English/Pages/default.aspx</ref>, sem hefur verið starfrækt síðan skurðurinn var [[Þjóðnýting|þjóðnýttur]] árið 1956. Á undan því höfðu Frakkar og Bretar átt meirihluta í skurðinum, en Egyptar höfðu selt Bretum sinn hluta til að borga skuldir sem höfðu safnast upp við byggingu mannvirkisins. Þjóðnýtingunni var komið á af forseta Egyptalands, [[Gamal Abdel Nasser]], en þetta varð kveikjan að [[Súesdeilan|Súesdeilunni]], en í henni börðust Egyptar við sameinaðan her Breta, Frakka og Ísraelsmanna.