„Rúanda“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Merki: Farsímabreyting Breyting frá farsímavef
Ekkert breytingarágrip
Lína 38:
 
Í apríl [[1994]] var flugvél þáverandi forseta skotin niður og varð sá atburður kveikjan að þjóðarmorðinu. Útvarpsstöð sem var kölluð "Hutu power" eða "Kraftur Hútú" hafði mjög mikil áhrif á Hútúmenn og hvatti þá til þess að drepa alla Tútsa og líka Hútúmenn ef þeir voru að hýsa eða reyna að hjálpa Tútsímönnum. Vestrænar þjóðir gerðu lítið sem ekkert til þess að grípa inn í ástandið sem upp var komið og hafa margar Afríkuþjóðir fordæmt vestrænar þjóðir eftir þessi hræðilegu þjóðarmorð. Talið er að um 800 þúsund manns hafið látið lífið í þessum átökum.
 
==Íþróttir==
Mikilli orku hefur verið varið í uppbyggingu íþróttastarfs í Rúanda, þar sem íþróttir eru taldar vel til þess fallnar að sameina þjóðina og græða sár borgarastyrjaldarinnar. Opinber stefna yfirvalda er að hærra hlutfall íbúa skuli æfa íþróttir en í nokkru öðru Afríkulandi.
 
Rúanda hefur sent íþróttamenn á alla sumarólympíuleika frá [[Sumarólympíuleikarnir 1984|leikunum 1984]]. Enginn þeirra hefur náð á verðlaunapall en Mathias Ntawulikura varð 8. í 10 þús. metra hlaupi í [[Sumarólympíuleikarnir 2004|Aþenu 2004]]. Sama ár hlaut Jean de Dieu Nkundabera bronsverðlaun á Ólympíuleikum fatlaðra.
 
[[Körfubolti]] er í miklum metum í Rúanda. Eftir 2010 hefur karlalandsliðið verið í mikilli sókn og er í hópi sterkari liða Afríku.
 
[[Knattspyrna]] er sú grein sem dregur að sér flesta áhorfendur. Karlalandslið Rúanda hefur einu sinni komist í úrslitakeppni Afríkumótsins, 2004 og aldrei verið nálægt því að komast í úrslitakeppni HM. Sigursælasta knattspyrnulið Rúanda er APR frá Kigali, sem vann sinn tuttugasta meistaratitil árið 2020, þrátt fyrir að vera ekki stofnað fyrr en árið 1993. Tengsl íþrótta og stjórnmála eru náin í Rúanda sem sést af því að APR er rekið af stjórnarflokknum RFP.
 
 
 
 
 
 
{{Stubbur|afríka}}