„Brasilía“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
mEkkert breytingarágrip
Lína 56:
Árið 1930 náði [[Getúlio Vargas]] völdum með aðstoð hersins. Stöðug átök og tilraunir til að taka aftur völdin frá Vargas leiddu til þess að Vargas varð einræðisherra og Estado novo tímabilið hófst þar sem stjórnvöld voru annáluð fyrir ofbeldi og kúgun.
 
Í [[seinni heimstyrjöldin|seinni heimstyrjöld]] var Brasilía fyrst um sinn hlutlaust ríki þar til ársins 1942 þegar landið gekk til liðs við [[bandamenn]] eftir að hafa slitið diplómatísk tengsl við [[Öxulveldin]]. Eftir heimstyrjöldina vék Vargas vegna þrýstings og lýðræði var komið á. Vargas var kosinn síðar, árið 1951 en eftir stjórnarkreppu framdi hann sjálfsmorð. Lýðræði var viðkvæmt næstu áratugi og árið 1964 [[Valdaránið í Brasilíu 1964|frömdu brasilískir herforingjar valdarán]] gegn stjórn [[João Goulart]] forseta íundir því yfirskyni að koma í veg fyrir að Brasilía yrði kommúnismanum að bráð. Í Brasilíu ríkti [[herforingjastjórn]] til ársins 1985 en á 9. áratugnum var lýðræði smám saman komið aftur á.
 
[[Luís Inácio Lula da Silva]] var forseti frá 2002 til 2010 þegar fyrsta konan, Dilma Rousseff, varð forseti. Rannsókn á peningaþvætti og spillingu í kringum ríkisrekna olíufyrirtækið [[Petrobras]] hefur tekið sinn toll í Brasilísku ríkisstjórninni. Lula da Silva var yfirheyrður vegna málsins og tugir stjórnmálamanna hafa verið bendlaðir við málið.<ref>[http://www.ruv.is/frett/tugir-sakadir-um-spillingu-i-brasiliu Tugir sakaðir um spillingu í Brasilíu] Rúv, skoðað 12. maí, 2016.</ref>