„Þráinsskjöldur“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
mEkkert breytingarágrip
Lína 1:
'''Þráinsskjöldur''' er geysi mikil hraunbunga norðaustan undir [[FagradalsfjalliFagradalsfjall]]i á utanverðum [[Reykjanesskagi|Reykjanesskaga]]. Eldgígurinn er hraunfylltur og mjög ógreinilegur en frá honum hefur runnið mikið hraun, [[Þráinsskjaldarhraun]], sem þekur meira og minna allt land frá Fagradalsfjalli og til strandar í norðri. Það myndar ströndina alla utan frá [[Vogastapi|Vogastapa]] og inn að [[Vatnsleysuvík]]. Nokkur móbergsfjöll standa upp úr hrauninu svo sem [[Keilir]] og Keilisbörn, Litli Keilir og Litli Hrútur. Þráinsskjöldur er [[dyngja]], þ.e. eldstöð af svipaðri gerð og [[Skjaldbreiður]], en vegna landslagsáhrifa hefur hann ekki náð að verða reglulegt hringmyndað eldfjall. Hraunið hefur komið upp um einn hringmyndaðan gíg eins og í flestum dyngjum. Úlit hraunsins og hraunstraumanna í því bendir til þess að kvikan sem upp kom hafi verið þunnfljótandi og gosið virðist hafa staðið lengi. Á þeim langa tíma sem liðinn er síðan hraunið rann hafa myndast mikil [[misgengi]], sprungur og gjár í því.
 
Örnefnið Þráinsskjöldur er gamalt heiti á hraununum upp af Vatnsleysuströndinni og er nefnt í [[Ferðabók Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar]]. [[Jón Jónsson]] jarðfræðingur gróf það úr gleymsku þegar hann kortlagði hraun Reykjanesskagans og notaði það yfir eldstöðina í heild. Þráinsskjöldur er því strangt til tekið eldfjall þótt fáir myndu vilja kalla þennan lága og flata hraunskjöld fjall. Hæstu nibbur á gígbörmum ná 238 m y.s.