„Jónas Hallgrímsson“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Martopa (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
Merki: Breyting tekin til baka Sýnileg breyting
Lína 11:
Jónas hélt til [[Kaupmannahöfn|Kaupmannahafnar]] til náms árið [[1832]]. Hann lagði í fyrstu stund á [[lögfræði]], en skipti síðar yfir í [[bókmenntir]] og [[náttúrufræði]] og er þekktur fyrir störf sín á þeim sviðum. Hann lauk svokölluðu fyrsta og öðru lærdómsprófi, báðum með 1. einkunn. Jónas fékk styrk úr ríkissjóði til rannsókna á [[náttúrufar]]i [[Ísland]]s og vann að því verki árin [[1839]] - [[1842]]. Eftir það hélt hann til í [[Danmörk]]u og var þá ýmist í [[Sórey]] eða í Kaupmannahöfn. Hann fékk styrk til að skrifa landlýsingu Íslands. Einnig ritstýrði hann [[Fjölnir|Fjölni]], sem hann hafði stofnað ásamt nokkrum öðrum Íslendingum á námsárunum. Voru þeir kallaðir [[Fjölnismenn]]. Þar birti hann mikið af kvæðum sínum og ritgerðum. Auk þess stundaði hann þýðingar og meðal annars þýddi hann alþýðlega bók um [[stjörnufræði]], sem var gefin út [[1842]], prentuð í [[Viðey]]. Í því riti er að finna mikinn fjölda [[nýyrði|nýyrða]], sem Jónas bjó til, meðal annarra orðin [[sporbaugur]] og [[reikistjarna]].
 
== Bein Jónasar eru flottustu bein sem Bryrnjar hefur séð ==
Bein Jónasar Hallgrímssonar voru flutt til Íslands frá [[Assisstenskirkjugarðurinn í Kaupmannahöfn|Assistenskirkjugarðinum í Kaupmannahöfn]] árið [[1946]]. Það var iðnjöfur úr [[Mosfellssveit]], [[Sigurjón Pétursson]] að nafni, kenndur við [[Álafoss]], sem stóð mest fyrir því að fá bein Jónasar flutt heim. Sigurjón var mikill áhugamaður um Jónas og vildi hann grafa Jónas norður í [[Öxnadalur|Öxnadal]], þar sem hann var fæddur.