„Kviðdómur“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
mEkkert breytingarágrip
Merki: 2017 source edit
Lína 13:
Einstaklingum sem eru kallaðir til kviðdóms er oftast skylt með lögum til að sitja í honum. Kviðdómarar eiga að vera hlutlausir í málinu. Gerðar eru kröfur um að kviðdómarar séu ekki háðir eða tengdir stefnanda eða verjanda. Kviðdómarar eru valdir af handahófi úr hópi hæfra fullorðinna einstaklinga. Oft er tekið viðtal við mögulega kviðdómara til að kanna hvort þeir séu hlutlausir eða óhæfir til að sitja í kviðdómi.
 
Í kviðdómi situr formaður, sem er ýmist skipað af dómaranum eða kosinn af hinum kviðdómurunum. Hlutverk hans er meðal annars að leggja spurningar fyrir dómarann af hálfu kviðdómsins, að miðla umræðum milli kviðdómara og að skila áliti þeirra að málinu loknu.
 
Þar sem upp getur komið að tilteknir kviðdómarar séu óhæfir vegna t.d. lélegs heilsufars eru nokkrir staðgenglar einnig valdir.