„Höfuðsmaður“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
mEkkert breytingarágrip
Xypete (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 2:
'''Höfuðsmaður''' eða '''kapteinn''' er [[titill]] sem er algengastur í [[her]]jum en hefur líka verið notaður um leiðtoga utan hernaðarlegs samhengis. [[Hirðstjóri|Hirðstjórar]] konungs á Íslandi voru kallaðir höfuðsmenn vegna þess að þeir voru yfirleitt danskir [[flotaforingi|flotaforingjar]]. Orðið kemur úr [[latína|latínu]], ''capitaneus'', gegnum [[þýska|þýsku]]: ''hauptmann''. Í her er [[höfuðsmaður (hertign)|höfuðsmaður]] æðri [[liðþjálfi|liðþjálfa]] en lægra settur en [[majór]].
 
Á [[16. öld]] var höfuðsmaðnnstitillinnhöfuðsmannstitillinn (''hetman'') notaður í [[Pólsk-litháíska samveldið|Pólsk-litháíska samveldinu]] yfir yfirmann heraflans. Fram til 1581 var þetta tímabundin staða sem aðeins varð til þegar landið átti í stríði. Staðan var aflögð eftir [[þriðja skipting Póllands|þriðju skiptingu Póllands]] árið 1795. Meðal [[Zaporisjakósakkar|Zaporisjakósakka]] var æðsti herforinginn titlaður [[kosovij otaman]] og þegar [[Kósakkaríkið]] varð til [[1648]] var [[þjóðhöfðingi]] þess titlaður höfuðsmaður. Síðasti höfuðsmaður þess var [[Kírill Razumovskíj]] en [[Katrín mikla]] afnam titilinn árið 1764.
 
Titillinn var endurvakinn um stutt skeið í [[Úkraína|Úkraínu]] árið [[1918]] þegar hópur íhaldsmanna steypti [[Miðstjórn Úkraínu]] af stóli og stofnaði einveldi undir stjórn [[Pavlo Skoropadskíj]] sem titlaði sig höfuðsmann.