„Toskana“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
 
Lína 2:
'''Toskana''' (ít: ''Toscana'') er stórt [[hérað]] (eða [[land]]) á Mið-[[Ítalía|Ítalíu]] með landamæri að [[Lígúría|Lígúríu]] í norðvestri, [[Emilía-Rómanja]] í norðri, [[Úmbría|Úmbríu]] og [[Marke]] í austri og [[Latíum]] í suðri, og strönd að [[Lígúríuhaf]]i og [[Tyrrenahaf]]i. Héraðið nær einnig yfir [[Toskanski eyjaklasinn|toskanska eyjaklasann]] þar sem stærsta eyjan er [[Elba]]. Höfuðstaður héraðsins er borgin [[Flórens]], en aðrar helstu borgir eru [[Písa]], [[Livorno|Livornó]], [[Prató]], [[Síena]], [[Grossetó]], [[Lucca]] og [[Arezzo]]. Íbúar héraðsins eru um þrjár og hálf milljón talsins.
 
Toskana er þekktast sem fæðingarstaður [[ítalska endurreisnin|ítölsku endurreisnarinnar]] og ótrúlega listræna arfleifð í formi bygginga, höggmynda og málverka. Þekktasta listasafn héraðsins er [[UffizisafniðUffizi-safnið]] í Flórens.
 
Fljótið [[Arnó]] rennur frá uppsprettu í fjallinu [[Monte Falterona]] í [[Appennínafjöll]]unum eftir öllu héraðinu og gegnum borgirnar [[Flórens]], [[Empólí]] og [[Písa]].