„Eiríkur af Pommern“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Lína 29:
Árið [[1402]] hóf Margrét drottning samningaviðræður við [[Hinrik 4. Englandskonungur|Hinrik 4.]] Englandskonung um bandalag milli [[England]]s og Norðurlanda. Hún vildi að Eiríkur gengi að eiga [[Filippa af Englandi|Filippu]], dóttur Hinriks, en sonur Hinriks, sem síðar varð [[Hinrik 5.]], giftist Katrínu systur Eiríks. Af bandalaginu varð þó ekki vegna þess að Englendingar vildu draga Norðurlönd inn í [[Hundrað ára stríðið]] við Frakka, sem þá geisaði, en Margrét vildi það ekki. Ekkert varð af tvöfalda brúðkaupinu en þó varð úr að Eiríkur og Filippa giftust [[26. október]] [[1406]] í Lundi. Hún var þá tólf ára.
[[Mynd:Eric of Pomerania.jpg|thumb|left|Samtímateikning af Eiríki konungi.]]
Fátt er vitað um hjónaband þeirra en Eiríkur treysti Filippu meðal annars til að stýra ríkinu þegar hann fór í langferð um Evrópu og raunar allt til [[Landið helga|Landsins helga]] 1423-1425. Þau voru hins vegar barnlaus, nema hvað Filippa ól [[Andvana fæðing|andvana]] barn árið [[1429]], eftir meira en tuttugu ára hjónaband, og lést svo ári síðar. Katrín systir Eiríks giftist aftur á móti Jóhanni af Pfalz-Neumarkt og varð móðir [[Kristófer af Bæjaralandi|Kristófers]] af Bæjaralandi, arftaka Eiríks.
 
Samtímaheimildir benda til þess að Eiríkur hafi verið vel gefinn, framsýnn og dugmikill og hann var einnig heimsmaður, vel máli farinn og átti auðvelt með að heilla fólk, ekki síst konur. En hann virðist líka hafa verið skapmikill og mjög þrjóskur. Hann var ljósrauðhærður og rauðbirkinn, vel vaxinn og góður íþróttamaður.