„Anna af Bretagne“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 10:
Frakkar litu á þetta sem alvarlega ögrun og vorið 1491 kom Karl 8. Frakkakonangur í herleiðangur til Bretagne. Maximilian kom ekki til liðs við hina ungu brúði sína, sem hann hafði aldrei litið augum, Karl sigraði herlið hennar eftir umsátur um [[Rennes]] og lýst var yfir trúlofun þeirra. Austurríkismenn mótmæltu þar sem Anna væri þegar gift Maximilian, væri neydd til ráðahagsins og auk þess væri Karl löglega trúlofaður [[Margrét af Austurríki|Margréti af Austurríki]], dóttur Maximilians. Mótmælunum var ekki sinnt og brúðkaupið var haldið [[6. desember]] [[1491]]. Skömmu síðar lýsti [[Innósentíus VIII]] páfi hjónabandið löglegt þar sem hjónaband Önnu og Maximilians hefði aldrei verið fullkomnað. Samkvæmt hjúskaparsamningnum skyldi það hjónanna sem lifði lengur halda Bretagne en jafnframt var tekið fram að ef Karl dæi sonalaus ætti Anna að giftast eftirmanni hans.
 
Anna var krýnd drottning Frakklands [[8. febrúar]] [[1492]] en hjónabandið var ekki hamingjusamt. Þegar Karl dó [[7. apríl]] [[1798]] var Anna 21 árs og hafði alið honum sjö börn á sex árum, þrjú voru [[andvana]] [[fyrirburi|fyrirburar]], þrjú dóu nýfædd og elsti sonurinn dó úr [[mislingar|mislingum]] þriggja ára að aldri og var það foreldrum hans mikill harmur.
 
== Anna og Loðvík 12. ==