„Látraströnd“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
m Tók aftur breytingar Xypete (spjall), breytt til síðustu útgáfu Vesteinn
Merki: Afturköllun
Ekkert breytingarágrip
Lína 2:
'''Látraströnd''' er strandlengjan austan við utanverðan [[Eyjafjörður|Eyjafjörð]] og nær frá [[Grenivík]] í suðri og norður á [[Gjögur (S-Þingeyjarsýslu)|Gjögurtá]].
 
Ströndin dregur nafn sitt af [[eyðibýli]]nubænum [[Látrar|Látrum]], sem [[Eyðibýli|fór í eyði]] 1942 og voru yst á ströndinni. Önnur eyðibýli á Látraströnd, talin suður frá Látrum: [[Grímsnes (Látraströnd)|Grímsnes]], [[Sker (Látraströnd)|Sker]], [[Míhús (Látraströnd)|Miðhús]], [[Steindyr á Látraströnd|Steindyr]], [[Jaðar (Látraströnd)|Jaðar]], [[Svínárnes]], [[Hringsdalur]] og [[Hjalli]]. Syðsti bærinn er í byggð: [[Finnastaðir]], rétt norðan Grenivíkur. Yfir ströndinni gnæfa fjöllin [[Kaldbakur]], [[Skersgnípa]] og [[Einbúi (fjall)|Einbúi]].
 
Á Látraströnd er lítið undirlendi og hvergi nema mjó ræma. Þar er snjóþungt og snjóa leysir seint á vorin. Vetrarbeit var því lítil vegna snjóþyngsla þótt þarna sé gott sauðland á sumrin og heyskapur var erfiður svo að bændur á ströndinni reiddu sig mjög á sjósókn. [[Snjóflóð]]ahætta er víða á ströndinni og meðal annars eyddust tveir bæir þar í snjóflóði [[1772]]. Bæirnir á utanverðri ströndinni fóru allir í eyði fyrir miðja 20. öld og þar eru hvergi hús uppistandandi en tóftir og rústir sjást víða og skáli ferðafélagsins Fjörðungs er á Látrum. Vegarslóði liggur frá Grenivík út ströndina að [[Grímsnes (Látraströnd)|Grímsnes]]i, um 7 kílómetrum fyrir sunnan Látra.