„Viðeyjarstofa“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
mEkkert breytingarágrip
Xypete (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
 
Lína 1:
[[Mynd:Videyjarstofa-Videyjarkirkja.jpg|thumb|350|Viðeyjarkirkja og Viðeyjarstofa]]
 
'''Viðeyjarstofa''' er stórt, gamalt steinhús í [[Viðey]] á [[Kollafjörður (Faxaflóa)|Kollafirði]]. Hún er elsta hús [[Reykjavík]]ur og jafnframt elsta steinhús Íslands, byggð á árunum [[1753]]-[[1755]] sem embættisbústaður fyrir [[Skúli Magnússon|Skúla Magnússon]] landfógeta.<ref>{{mbl|innlent/2007/03/14/uppbyggingu_elsta_huss_midborgar_reykjavikur_lokid|Uppbyggingu elsta húss miðborgar Reykjavíkur lokið}}</ref> Upphaflega átti húsið einnig að vera bústaður [[Stiftamtmaður|stiftamtmanns]] en af því varð þó ekki. Arkitekt Viðeyjarstofu var Daninn [[Nicolai Eigtved]], sem meðal annars teiknaði [[Amalienborg]] í [[Kaupmannahöfn]]. Við hlið hússins stendur [[Viðeyjarkirkja]], sem Skúli lét reisa nokkrum árum síðar.
 
Íslenska ríkið gaf Reykjavíkurborg Viðeyjarstofu [[árið]] 1986 á 200 ára afmæli borgarinnar og voru þá gerðar umtalsverðar endurbætur á húsinu og breytingar til að það gæti nýst sem veitingahús. Arkitekt breytinganna var Þorsteinn Gunnarsson.<ref>Þorsteinn Gunnarsson, ''Viðeyjarstofa og kirkja: byggingarsaga, annáll og endurreisn'' (Reykjavík: Reykjavíkurborg, dreifing Hið íslenska bókmenntafélag, 1997).</ref>