„Rama 1.“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 29:
Þegar hann tók við krúnunni árið 1782 tók hann sér nafnið ''Ramathibodi'', líkt og [[Uthong|stofnandi Ayutthaya-ríkisins]]. Titill hans í heild sinni var mun lengri (''Phra Borommarachathirat Ramathibodi Sisin Borommaha Chakkraphat Rachathibodin'' o.s.frv.) og átti að sýna fram á tilkall hans til almennra heimsyfirráða líkt og Síamskonunga fyrri tíma.
 
Eftir dauða konungsins var hann almennt einfaldlega kallaður ''Phaendin Ton'' („fyrsta valdatíðin“) og sonur hans var kallaður ''Phaendin Klang'' („miðvaldatíðin“). Þar sem sonarsonur hans, [[Rama 3.]], vildi ekki láta kalla sig „síðustu valdatíðina“ batt hann enda á þessa nafnahefð með því að láta setja tvær styttur af [[Búdda]] sitt hvorum megin við [[SmaraðgsbúddaSmaragðsbúdda]]nn við [[Wat Phra Kaeo]] og tileinkaði þær föður sínum og afa. Hann fyrirskipaði að forverar hans tveir yrðu framvegis kallaðir með nöfnum Búddastyttnanna. Styttan sem tileinkuð var fyrsta Chakri-konungnum var nefnd ''Phra Phutthayotfa Chulalok'' („Búddann á tindi himinsins og kóróna heimanna“). Í taílenskum sagnfræðibókum ber konungurinn enn þetta nafn.<ref>{{Cite book |author=Sulak Sivaraksa |author-link=Sulak Sivaraksa |title=Siamese Resurgence: A Thai Buddhist Voice on Asia and a World of Change |publisher=Asian Cultural Forum on Development |year=1985 |page=175}}</ref>
 
Afkomandi konungsins, [[Vajiravudh]] (Rama 6.), sem hafði numið við skóla í [[England]]i, gerði sér grein fyrir að erfitt yrði fyrir [[Vesturlönd|Vesturlandabúa]] að muna nöfn flestra Síamskonunga. Hann fyrirskipaði því afturvirkt að allir konungar Chakri-ættarinnar skyldu bera konungsnafnið ''Rama'' ásamt raðtölu hvers um sig. Þess vegna er þessi konungur nefndur ''Rama 1.'' í vestrænum bókmenntum. Árið 1982, 200 árum eftir valdatöku hans, ákvað ríkisstjórn Taílands jafnframt að sæma hann heiðursnafnbótinni ''Maharat'', eða mikli.