„Almenn félagasamtök“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Dagvidur (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
Merki: 2017 source edit
Dagvidur (spjall | framlög)
→‎Flokkunarkerfi SÞ: Bætti við skilgreiningu
Lína 13:
 
[[Sameinuðu þjóðirnar]] hafa flokkað hagnaðarlaus félög samkvæmt svoköllum ICNPO staðli. Samkvæmt honum er starfsemi innan þriðja geirans flokkuð í menningar- og listastarfsemi, menntastofnanir, rannsókna- og þróunarstarfsemi, heilbrigðisþjónustu, félagslega þjónustu, húsnæðisfélög, og góðgerðasamtök og líknarfélög. ICNPO flokkunin er síðan greind niður og gefin ólík númerum.<ref>{{Vefheimild|url=http://www.felagshyggja.net/Felagar/FHKfelagaskra.pdf|titill=Félagaskrá flokkuð eftir ICNPO-staðli|höfundur=Ívar Jónsson|mánuðurskoðað=7. mars|árskoðað=2021}}</ref>
 
Samkvæmt þessu alþjóðlega skilgreiningakerfi ''(ICNPO: International Classification of Nonprofit Organization)'' sem þróað var af John Hopkins Center for Civil Society Studies, þarf starfsemi að innihalda eftirfarandi fimm skilyrði:<ref>{{Vefheimild|url=http://uni.hi.is/baldurt/files/2012/10/F%C3%A9lagsv%C3%ADsindadeild_2003.pdf|titill=RANNSÓKNIR Í FÉLAGSVÍSINDUM IV: Tengsl sjálfboðasamtaka og opinberra aðila í velferðarþjónustu|höfundur=Steinunn Hrafnsdóttir|útgefandi=Háskólaútgáfan|ár=2003|mánuðurskoðað=7. mars|árskoðað=2021|bls=237}}</ref>
# Hafa eitthvert formlegt skipulag, svo sem formlegar eða ófomlegar reglur sem skilgreina markmið, verkefni og framlag.
# Vera sjálfstæð að meginstefnu til í eigin málum.
# Hafa ekki hagnað að markmiði. Ef hagnaður myndast er honum ekki dreift til hluthafa, félaga, starfsmanna eða eigenda, heldur rennur til starfseminnar.
# Vera rekin fyrir utan hið opinbera (ríki eða sveitarfélög). Hún er til dæmis ekki hluti af einhverri opinberri stofnun.
# Starfsemin er sjálfboðin, það er byggir á frjálsri félagsaðild og er að einhverju leyti byggð á sjálfboðastarfi og fjárhagslegum framlögum einstaklinga.
Sem dæmi um þessa flokkun eftir ICNPO staðlinum voru á Íslandi árið 2006, 290 félög í flokknum „önnur heilbrigðisþjónusta“ (ICNPO 3400). Undir það falla félög öryrkja, aldraðra eða sjúklinga af ýmsu tagi. Þá eru samtök á borð við AA-samtökin, félög eldri borgara, blindrafélög, Geðhjálp o.s.frv. Þannig eru yfir 90 deildir AA-samtaka og yfir 20 krabbameinsfélög. Samkvæmt ICNPO 12100, voru í landinu eru 249 kvenfélag og 233 félög á sviði þróunar- og umbótastarfssemi á sviði atvinnulífs, félagsmála og nærsamfélaga (ICNPO 6100). Í skólum landsins voru 226 nemendafélög (ICNPO 11300) og 260 hjálparsamtök og björgunarsveitir (ICNPO 8200). <ref>{{Vefheimild|url=http://www.felagshyggja.net/Felagar/FH.pdf]|titill=''Félagshagkerfið á Íslandi|höfundur=Ívar Jónsson|útgefandi=Háskólinn á Bifröst|ár=2006|mánuðurskoðað=7. mars|árskoðað=2021|bls=14-15}}</ref>
 
 
== Almannaheill ==