„Jósef 2. keisari“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Lína 24:
Jósef ólst upp í fóstri hjá greifanum [[Johann Christoph von Bartenstein]] og varð snemma fyrir áhrifum af hugmyndum [[Upplýsingin|Upplýsingarinnar]], sérstaklega í gegnum ritverk [[Voltaire]]s. Árið 1761 varð Jósef meðlimur í ríkisráði keisaraveldisins og ritaði á þessum tíma pólitíska stefnuskrá sem einkenndist af hugmyndum sem hann átti eftir að reyna að hrinda í framkvæmd á keisaratíð sinni. Árið 1765 lést [[Frans 1. (HRR)|faðir Jósefs]] og Jósef varð þar með keisari. Hann varð um leið meðkonungur við hlið [[María Teresa af Austurríki|móður sinnar]] í austurrísku krúnulendunum, en þar til hún lést voru völd hans takmörkuð við utanríkis-, hernaðar- og réttarfarsmál.<ref name="ReferenceA">{{Bókaheimild|höfundur=Gunnar Carlquist |ár=1933 |titill=Svensk uppslagsbok. Bd 14 |staður=Malmö |útgefandi=Svensk Uppslagsbok AB |bls=633-34}}</ref>
 
Vegna frjálslyndra skoðana sinna var Jósef oft á öndverðum meiði við móður sína. Hann rak sjálfstæða utanríkisstefnu og reyndi að auka samskipti við [[Prússland]] með því að eiga fundi með [[Friðrik mikli|Friðriki mikla]] árin 1769-70. Þessi stefna hans leiddi til þess að hann tók þátt í [[Skiptingar Póllands|skiptingu Póllands]] ásamt Prússlandi og RússlandRússlandi andstætt óskum móður sinnar. Metnaður Jósefs til að innlima [[Bæjaraland]] leiddi til þess að bandalag hans við Prússland rann út í sandinn og til þess að [[bæverska erfðastríðið]] braust út milli ríkjanna eftir dauða [[Maximilian 1. Jósef kjörfursti|Maximilians 1. Jósefs af Bæjaralandi]].<ref name="ReferenceA"/>
 
Eftir að María Teresa lést árið 1780 varð Jósef einn einvaldur Heilaga rómverska keisaraveldisins og hóf fljótt byltingarkenndar umbætur í anda [[Upplýst einveldi|upplýsts einveldis]]. Hann reyndi að koma á aukinni [[miðstýring]]u í ríkinu og nýtast við þýsku sem [[opinbert tungumál]] í her og stjórnsýslu þess. Jósef reyndi að uppræta [[lénsskipulag]]ið í Heilaga rómverska ríkinu og aflétti [[bændaánauð]] í ríkinu árið 1785. Jósef lagði einnig nýja grunnskatta sem landeignaraðallinn þurfti einnig að greiða og reyndi að ýta undir innlendan iðnað með því að setja verndartolla á innflutningsvörur.<ref name="ReferenceA"/>