„Hrappsey“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Míteró (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Bætti við tengil í Leirá í stað Leirárgarða.
Lína 7:
 
==Hrappseyjarprentsmiðja==
Á síðasta fjórðungi 18. aldar var Hrappsey menningarmiðstöð því þá var þar [[Hrappseyjarprentsmiðja|prentsmiðja]], hin eina utan biskupsstólanna, og töluverð útgáfustarfsemi stunduð. Þeir sem helst stóðu fyrir prentsmiðjunni voru [[Bogi Benediktsson]], bóndi í Hrappsey og aðaleigandi prentsmiðjunnar lengst af, náfrændi hans Guðmundur Ólafsson bóndi í Arney, og [[Magnús Ketilsson]] sýslumaður í [[Búðardalur (Skarðsströnd)|Búðardal]], sem sjálfur var afkastamikill rithöfundur og skrifaði töluvert af því sem prentsmiðjan gaf út, þar á meðal fyrsta tímarit sem út kom á Íslandi, ''[[Islandske Maanedstidender]]''. Prentsmiðjan var í Hrappsey frá [[1773]] til [[1795]] en þá var hún seld og flutt suður að [[LeirárgarðarLeirá (Leirársveit)|Leirárgörðum]].
 
Hrappsey hefur verið í eyði frá [[1958]]. Hún var um tíma í eigu [[Háskóli Íslands|Háskóla Íslands]], gefin af Guðmundi Magnússyni og konu hans, Katrínu Skúladóttur frá Hrappsey, en er nú í einkaeign.