Munur á milli breytinga „Vidkun Quisling“

1 bæti bætt við ,  fyrir 9 mánuðum
Qusling > Quisling
(Qusling > Quisling)
Erfiðir tímar kalla á erfiðar ákvarðanir. Quisling stóð með [[Adolf Hitler]] og nasistum og jafnvel eru til heimildir um að hann hafi sent Hitler afmæliskveðjur. Þann 10. desember 1939 fór Quisling til Berlínar en þýski sendiherrann í Ósló, [[Curt Bräuer]], hafði reynt að fá hann ofan af því. Bräuer varaði meira að segja yfirmenn sína í utanríkisráðneytinu í Þýskalandi við og sagði að Quisling og flokkur hans hefðu lítinn stuðning í Noregi og að Quisling hefði ekkert til brunns að bera sem stjórnmálamaður. Yfirmenn hans voru honum sammála en Quisling náði sínu fram, og með aðstoð Alfreds Rosenberg og Raeders náði hann að koma á fundi með Hitler. Hann hitti leiðtogann tvisvar, 14. og 18. desember. Tilgangur fundanna var að fá Hitler til að aðstoða hann við að ná völdum í Noregi. Quisling sannfærði hann um að hann nyti stuðnings samstarfsmanna sinna í Noregi og að konungur myndi beygja sig fyrir vilja hans myndu Þjóðverjar gera innrás.<ref>Dahl, Hans Fredrik. Bls 170 -181</ref>
 
Það kann að virðast skrítið, en Quisling taldi að hann væri að gera það eina rétta fyrir Noreg. Þjóðverjar höfðu mikla yfirburði í Evrópu og þóttu mun sterkari en flest önnur lönd. QuslingQuisling og stuðningsmenn hans töldu því að það væri betra að vera með þeim í liði en treysta á Breta og Frakka.
 
Nasistar réðust á Noreg 9. apríl 1940. Um hálfáttaleytið að kvöldi 9. apríl lýsti Quisling því yfir í útvarpi landsmanna að núverandi stjórn hefði flúið og ný stjórn hefði tekið við, stjórn sem hann hefði myndað með hann sem forsætisráðherra. Seinna um kvöldið kom hann aftur fram í útvarpi og sagði þá nánar frá þessari nýju stjórn og hvatti Norðmenn til að veita Þjóðverjum enga mótspyrnu. Orð Quislings komu flatt upp á bæði Norðmenn og Þjóðverja en það var Hitler sjálfur sem brást fyrstur við, viðurkenndi nýju stjórnina og skipaði Bräuer að fara á fund konungs og neyða hann til að samþykkja stjórnarskiptin.
1.123

breytingar