„Vidkun Quisling“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Lína 40:
Þegar [[Fridtjof Nansen]] fékk það verkefni frá [[Rauði krossinn|Alþjóða Rauða krossinum]] að skipuleggja aðstoð vegna hungursneyðar í [[Sovétríkin|Sovétríkjunum]] árið 1921 fékk hann Quisling í lið með sér. Quisling hafði bækistöðvar í [[Kharkov]] í [[Úkraína|Úkraínu]] og dvaldi þar fram til september 1922. Samkvæmt öllum heimildum var hann mjög framkvæmdasamur og góður verkstjóri. Tókst þessu verkefnin Rauða krossins að bjarga milljónum frá sultardauða og varð Quisling frægur fyrir það heima í Noregi.
 
Í Úkraínu kvongaðist Quisling sextán ára stúlku, [[Alexandra Voronina|Alexöndru Voroninu]], og fylgdi hún með honum til Noregs. Nansen óskaði aftur eftir aðstoð Quislings í febrúar 1923 og héldu þau hjónin þá aftur til Úkraínu. Þar hélt Quisling áfram störfum fyrir Rauða krossinn en kvæntist einnig í annað sinn, í þetta skipti [[Maria Pasetsjnikova|Mariu PasesjnikovuPasetsjnikovu]]. Þegar Quisling sneri aftur til Noregs seint á árinu 1923 fylgdi Maria með honum. Alexandra hélt til Parísar og Quisling tilkynnti að hún myndi þar eftir verða kjördóttir hans. Hvenær þau skildu er óljóst. Maria og Alexandra bjuggu saman, ýmist í [[Ósló]] eða París á árunum 1923 til 1926, og bjó Quisling með þeim báðum eftir því sem best er vitað.<ref>Arve Juritzen, ''Quisling privat'', Juritzen forlag, 2008.</ref>
 
Á árunum 1925 til 1926 vann Quisling fyrir [[Þjóðabandalagið]] að flóttamannaaðstoð á [[Balkanskaginn|Balkanskaganum]] og í sovétlýðveldinu [[Armenía|Armeníu]].