„Íþróttabandalag Vestmannaeyja“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Halli (spjall | framlög)
Halli (spjall | framlög)
Lína 108:
 
==== ÍBV-Íþróttafélag (1996-) ====
Eftir að Þór og Týr voru aflögð í desember 1996 var ÍBV-Íþróttafélag stofnað. Tilgangur félagsins var að taka yfir yngriflokka starf félaganna í knattspyrnu og handknattleik.<ref>[http://www.ibvsport.is/frettir/2010/12/23/ibv_ithrottafelag_og_sparisjodur_vestmannaeyja_semja ÍBV íþróttafélag og Sparisjóður Vestmannaeyja semja]{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }}. ÍBV.</ref> Í upphafi voru hugmyndir um að láta félagið heita KH-ÍBV, en var að lokum var það nefnt ÍBV-Íþróttafélag.<ref>[http://www.mbl.is/greinasafn/grein/301968/ Unnið að stofnun KH-ÍBV í Eyjum grunnur að stórveldi Ákvarðanir um sameiningu]. Morgunblaðið.</ref> Í kjölfarið að stofnun ÍBV-Íþróttafélags var starfsemi Þórs og Týs endanlega lögð niður. Þar með var orðið eitt sameiginlegt rekstarfélag um starfsemi knattspyrnu og handknattleiks í Vestmannaeyjum undir nafni ÍBV í öllum flokkum.
 
ÍBV hafði hingað til einungis verið sameiginlegt merki félaganna útá við í efstu flokkum félagsins og í keppnum utan hérðas, en það hafði haft lítið sem ekkert bakland. Það hafði í raun verið eignalaust og enginn vildi eiga það þegar illa gengi. Það hafi því lent á fáum aðilum að reka félagið fyrir sameininguna. Einnig hafi verið mikið óhagræði verið að því að reka þrjár einingar með tveimur þjálfurum og framkvæmdastjórum og tvöföldu kerfi á öllu. Því hafi verið skynsamlegt að sameina rekstur þessara tveggja félaga alfarið undir eitt merki. Árið 2011 var sett á laggirnar [[Akademía ÍBV-Íþróttafélags|Íþróttaakademía ÍBV-Íþróttafélags]] í samvinnu við [[Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum|Framhaldskólann í Vestmannaeyjum]]. Ári síðar bættist [[Grunnskóli Vestmannaeyja]] við í samstarfið.