„Sveinn Björnsson“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Lína 53:
Eftir að ákveðið var að stofna lýðveldi á Íslandi kaus Alþingi Svein fyrsta forseta Íslands að [[Lögberg]]i á [[Þingvellir|Þingvöllum]] [[17. júní]] [[1944]] til eins árs, með 30 atkvæðum af 52 greiddum. Það að Sveinn hlaut ekki öll greidd atkvæði var til marks um hve sumir stjórnmálamenn landsins voru honum gramir fyrir framkomu hans í ríkisstjóraembættinu. Ætlunin var að Sveinn sæti aðeins í eitt ár sem forseti en að síðan skyldi boðað til almennra kosninga, en þar sem Sveinn fékk aldrei mótframboð í embættið var Sveinn sjálfkjörinn án atkvæðagreiðslu frá [[1945]] og aftur frá [[1949]] til dauðadags.
 
Forsetatíð Sveins var stormasamt tímabil í íslenskum stjórnmálum, ekki síst vegna deilna um aðild Íslands að [[Atlantshafsbandalagið|Atlantshafsbandalaginu]]. Ólíkt flestum eftirmönnum sínum hikaði Sveinn sjaldan við að skipta sér með beinum og óbeinum hætti af stjórnmálunum og lét óspart í ljós skoðanir sínar. Við setningu Alþingis þann 14. nóvember árið 1945 hótaði Sveinn að skipa utanþingsstjórn á ný ef þingmönnum tækist ekki að mynda stjórn innan mánaðar.<ref>{{Bókaheimild|titill=Þjóðhöfðingjar Íslands|höfundur=Vera Illugadóttir|útgefandi=Sögur útgáfa|ár=2018|bls=246}}</ref> Árið 1950 synjaði Sveinn beiðni [[Ólafur Thors|Ólafs Thors]] forsætisráðherra um [[þingrof]].<ref>{{Bókaheimild|titill=Fyrstu forsetarnir|höfundur=[[Guðni Th. Jóhannesson]]|útgefandi=Sögufélag|ár=2016|bls=144}}</ref> Í seinni tíð hefur verið deilt um hvort þessi ákvörðun Sveins setji fordæmi fyrir því að forseti landsins megi neita að rjúfa þing þótt forsætisráðherrann óski þess.
 
Sveinn fór í nokkrar utanlandsferðir á forsetatíð sinni. Hann fór aðeins í eina opinbera heimsókn, til [[Franklin D. Roosevelt|Franklins D. Roosevelt]] [[Forseti Bandaríkjanna|Bandaríkjaforseta]] stuttu eftir lýðveldisstofnunina. Sveinn fékk góðar viðtökur og ítrekaði kröfu Íslendinga um að hernámslið Bandaríkjamanna hyrfi frá Íslandi eftir stríðið.<ref>{{Vefheimild|url=http://lemurinn.is/2014/04/19/forseti-nyja-lydveldisins-islands-hittir-franklin-d-roosevelt/|titill=Forseti nýja lýðveldisins Íslands hittir Franklin D. Roosevelt|útgefandi=''Lemúrinn''|ár=2014|mánuður=19. apríl|mánuðurskoðað=21. nóvember|árskoðað=2018}}</ref>