„Sádi-Arabía“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Merki: Farsímabreyting Breyting frá farsímavef
Lína 36:
| símakóði = 966
}}
'''Sádi-Arabía''' ([[arabíska]]: السعودية‎ ''as-Saʿūdīyah'') er [[konungsríki]] í [[Vestur-Asía|Vestur-Asíu]] sem nær yfir stærstan hluta [[Arabíuskaginn|Arabíuskagans]]. Landið er um það bil 2.150.000 km² að stærð, stærsta ríki [[Mið-Austurlönd|Mið-Austurlanda]], annað stærsta [[Arabaríki]]ð (á eftir [[Alsír]]), fimmta stærsta land Asíu og það tólfta stærsta í heimi. Sádi-Arabía á landamæri að [[Írak]], [[Jórdanía|Jórdaníu]], [[Kúveit]], [[Óman]], [[Katar]], [[Barein]], [[Sameinuðu arabísku furstadæmin|Sameinuðu arabísku furstadæmunum]] og [[Jemen]]. [[Akabaflói]] skilur milli Sádi-Arabíu og [[Ísrael]]s og [[Egyptaland]]s. Sádi-Arabía er eina ríkið með strönd að bæði [[Persaflói|Persaflóa]] og [[Rauðahaf]]i. Stærstur hluti af landi Sádi-Arabíu er eyðimörk. Í október 2018 var hagkerfi Sádi-Arabíu það stærsta í Mið-Austurlöndum og það 18. stærsta í heimi. Íbúar voru taldir vera um 33 milljónir árið 2018 og eru með þeim yngstu í heimi þar sem helmingur er undir 25 ára aldri.
 
Þar sem Sádi-Arabía er nú hafa risið nokkur [[forsaga Sádi-Arabíu|forn menningarríki]]. Þar hafa fundist einhver elstu merki um menn í heimi. Önnur útbreiddustu trúarbrögð heims, [[íslam]], urðu til þar sem Sádi-Arabía stendur. Snemma á 7. öld hóf [[Múhameð spámaður]] að sameina ættbálka [[Arabía|Arabíu]] í eitt trúfélag. Eftir lát hans 632 tóku fylgjendur hans til við að stækka yfirráðasvæði múslima út fyrir Arabíuskagann og [[landvinningar múslima|lögðu undir sig gríðarstórt landsvæði]] sem náði frá [[Íberíuskaginn|Íberíuskaganum]] í vestri til þess sem í dag er [[Pakistan]] í austri á nokkrum áratugum. Í Sádi-Arabíu komu upp [[kalífadæmi]]n fjögur, [[Rasídúnar]] (632-661), [[Úmajadar]] (661-750), [[Abbasídar]] (750-1517) og [[Fatímídar]] (909-1171) auk fjölda annarra konungsætta sem ríktu yfir hlutum Asíu, Afríku og Evrópu.
Lína 42:
Þar sem Sádi-Arabía er nú voru lengst af fjögur héruð, [[Hejaz]], [[Najd]] og hlutar [[Austur-Arabía|Austur-Arabíu]] ([[Al-Ahsa]]) og [[Suður-Arabía|Suður-Arabíu]] ([['Asir]]). Konungsríkið Sádi-Arabía var stofnað árið 1932 af [[Abdul-Aziz bin Sád]] (sem er betur þekktur sem Ibn Sád á [[Vesturlönd]]um). Hann sameinaði héruðin fjögur í eitt ríki með röð landvinninga frá því hann lagði [[Ríad]] undir sig árið 1902. Síðan þá hefur [[Sád-ætt]] farið með [[alræði]]svald í konungsríkinu sem er ættarveldi skipulagt samkvæmt [[íslömsk lög|íslömskum lögum]]. Hinn íhaldssami [[wahhabismi]] er ríkjandi útgáfa [[súnní íslam]] í Sádi-Arabíu og hefur verið kallaður „helsta einkenni menningar Sádi-Arabíu“. Útbreiðsla wahhabisma um hinn íslamska heim hefur verið drifin áfram af tekjum af olíu- og gasvinnslu í Sádi-Arabíu. Sádi-Arabía er stundum nefnt „land hinna tveggja heilögu moskna“ og er þá átt við moskurnar [[Al-Masjid al-Haram]] í [[Mekka]] og [[Al-Masjid an-Nabawi]] í [[Medina]], sem eru tveir helgustu staðir íslam. [[Arabíska]] er opinbert tungumál ríkisins.
 
[[Hráolía]] uppgötvaðist í landinu 3. mars 1938 og síðan þá hefur Sádi-Arabía verið annar mesti olíuframleiðandi í heimi (á eftir [[BNA|Bandaríkjunum]]) og mesti olíuútflytjandi heims. Landið ræður yfir stærstu olíubirgðum og sjöttu stærstu gasbirgðum heims. Um 90% af útflutningi Sádi-Arabíu er olía og tekjur af sölu olíu eru um 75% af [[landsframleiðsla|landsframleiðslu]]. [[Ghawar]] er talin vera stærsta olíulind heimsins, áætlað er að um ¼ af þeirri olíu sem notuð er í dag komi þaðan. [[Heimsbankinn]] flokkar landið sem [[hátekjuland]] með háa [[Vísitala um þróun lífsgæða|vísitölu um þróun lífsgæða]]. Landið er eina Arabaríkið sem er eitt af [[G20|20 helstu iðnríkjum heims]]. Stjórnvöld þar hafa meðal annars sætt gagnrýni fyrir [[kvenréttindi í Sádi-Arabíu|réttleysi kvenna]], óhóflega notkun [[dauðarefsing]]a, [[trúfrelsi í Sádi-Arabíu|ofsóknir á hendur trúarlegum minnihlutahópum]] og trúleysingjum, hlutverk sitt í [[borgarastyrjöldin í Jemen (2015–)|borgarastyrjöldinni í Jemen]], stuðning við [[íslamismi|íslamska öfgamenn]] og stranga beitingu [[sjaríalög|sjaríalaga]]. Sádi-Arabía er í þriðja sæti yfir lönd eftir eyðslu til hermála og, samkvæmt [[Stockholm International Peace Research Institute]], annar stærsti vopnakaupandi heims frá 2010 til 2014. Sádi-Arabía er stórveldi í sínum heimshluta. Það er forysturíki í [[Persaflóasamstarfsráðið|Persaflóasamstarfsráðinu]] og [[OPEC]], samtökum olíuframleiðsluríkja.
 
== Heiti ==