„Ingimar Óskarsson“: Munur á milli breytinga

Íslenskur náttúrufræðingur, skeljafræðingur og grasafræðingur
Efni eytt Efni bætt við
ArniGael (spjall | framlög)
Ný síða: {{Persóna | nafn = Ingimar Óskarsson | búseta = Ísland | mynd = | myndastærð = | myndatexti = | alt = | fæðingardagur = 27...
(Enginn munur)

Útgáfa síðunnar 17. febrúar 2021 kl. 21:26

Ingimar Óskarsson (27. nóvember 1892 – 02. maí 1981) var íslenskur náttúrufræðingur. Ingimar stundaði skeldýrarannsókna alla ævi og skrifaði "Skeldýrafánu Íslands" (íslenskt undirstöðurit um skeldýr og kuðunga), en mest starf liggur þó eftir hann í grasafræði og rannsóknum gróðurfari.

Ingimar Óskarsson
Fæddur27. nóvember 1892
Klængshóll
Dáinn02. maí 1981
Reykjavík
Störfnáttúrufræðingur, kennari
MakiMargrét Kristjöna Steinsdóttir
BörnOskar Ingimarsson, Ingibjörg Ingimarsdóttir, Magnús Ingimarsson

Ævi

Ingimar fæddist á Klængshóli í Svarfaðardal. Foreldrar nahs voru Óskar Rögnvaldsson bóndi þar og kona hans Stefania Jóhanna Jónsdóttir frá Bryta á Þelamörk. Sumar 1924 Ingimar var að vinna í Lystigarðinum Akureyrar og kynntast þar við Margréti Kristjönu Steinsdóttur(1896-1982), siðast bónda í Vatnsfjarðarseli Reykjafjarðarhreppi í Norður-Ísafjarðarsýslu, sem kynntist þar ræktunarstörf. Gengu þau í hjónaband að 2. október 1924 og voru saman til æviloka. Saman eignuðust þau börn Oskar, Ingibjörg og Magnús.

Nám og störf

Ingimar stundaði nám við Gagnfræðaskólann á Akureyri. Þrátt fyrir prýðilegar námsgáfur varð skólasetu hans ekki lengri og á 1913 tók Ingimar gagnfræðapróf, en hann stundaði sjálfsnám alla ævi.

Næstu þrjátíu árin fékkst hann aðallega við kennslu, einkum í náttúrufræði, á ýmsum skólastigum, allt frá því að vera heimiliskennari og til þess að vera gagnfræðaskólakennari. Auk kennslunnar var hann framkvæmdastjóri Ræktunarfélags Noröurlands (1923-1924); umsjónarmaður lystigarðsins á Akureyri (1929-1931); formaður Guðspekifélagsins Systkinasambandið á Akureyri (1934-1936) og ritari þess (1928—1934).

Árið 1945 fluttist Ingimar til Reykjavíkur og varð kennari í náttúrufræði við Gagnfræðaskóla Reykjavíkur. Þökk sé aðstoð Arna Friörikssoni fiskifræðingi, á 1947 varð Ingimar aðstoðarmaður við Hafrannsóknastofnun og vann þar næstu þrjátíu ár fram á árið 1978. Vann hann þar einkum við að aldursgreina þorskkvarnir. En hafði raunar byrjað Ingimar á fiski- og skeldýrarannsóknum sínum löngu fyrr, þann 1920 þegar hann var kennari á Dalvík, og ritað greinar um þau efni. Hann safnaði skeljum og kuðungum í fjörunni eða hann fékk senda ýsumaga til rannsóknar, af því að étur ýsan öllum skeldýrum og gleypir þau í heilu lagi. Þannig náðist í margar fágætar tegundir af íslenskum skeldýrum. Þótti nemendum nýstárlegt og fróðlegt að sjá hann kryfja ýsumaga og fremja fleira þvilikt. Ahuga vakti hann sannarlega, bæði þá í skólanum og siðar með fjölda fróðlegra útvarpserinda. Ingimar skrifaði um skeldýr og kuðunga undirstöðurit Skeldýrafána Íslands: I bindi. Samlokur i sjó og II. bindi. Sæsniglar með skel.

Mest starf liggur þó eftir hann í grasafræði. Lengi vel tók hann fyrir eitthvert landsvæði til rannsókna á hverju sumri og ritaði siðan svæðislýsingar um gróðurfarið, t.d. i Svarfaðardal, Hrisey, Flatey á Skjálfanda o.s.frv. Ritgerðir Ingimars eru fjölmargar, flestar í Náttúrufræðingnum, en sumar í erlendum timaritum á ensku og hjá Visindafélagi Islendinga. Eftir 1950 rannsakaði hann aðallega hina merkilegu ættkvisl undafifla og ritaði bæði bók og greinar um þá. Var um skeið einhver helsti undafiflafræðingur á Norðurlöndum. Hann var í útgáfunefnd 3. útgáfu Flóru Islands, ásamt Steindóri Steindórssyni og undirrituðum 1948.

Ritaði, ásamt Ingólfi Daviðssyni, bókina Garðagróður 1950. Samdi texta við bækurnar: Villiblóm í litum (1963), Stofublöm í litum (1964), Fiskar í litum (1960), Lifið í kringum okkar (1964). Ingimar var kjörinn félagi I Vlsindafélagi Islendinga árið 1931, heiðursfélagi Hins islenska náttúrufræðifélags 1960 og heiðursfélagi Félags islenskra náttúrufræðinga 1978. Heiðursdoktor Háskóla Islands, verkfræði- og raunvfsindadeild í júní 1977. Hlaut heiðursverðlaun úr Asusjóði.