„Willi Stoph“: Munur á milli breytinga

Eftir stofnun [[Austur-Þýskaland|þýska alþýðulýðveldisins]] árið 1949 fékk Stoph sæti í miðnefnd Sósíalíska einingarflokksins og gekk hann á austur-þýska þjóðþingið árið 1950. Hann hlaut sæti í stjórnmálanefnd Sósíalíska einingarflokksins árið 1953. Hann var innanríkisráðherra frá 1953 til 1955 og varð fyrsti varnarmálaráðherra Austur-Þýskalands frá 1956 til 1960.<ref name=rulers>{{cite web|title=East German ministries|url=http://rulers.org/egergovt.html|publisher=Rulers|access-date=28 April 2013}}</ref><ref name=saxon1999/> Sem varnarnmálaráðherra hlaut hann titilinn ''Armeegeneral'', æðstu hershöfðingjatign austur-þýska hersins.
 
Eftir að hafa gegnt embætti varaforsætisráðherra frá 1960 til 1964 var Stoph útnefndur forsætisráðherra eftir dauða [[Otto Grotewohl]] árið 1964. Hann hafði í reynd gegnt embættinu til bráðabirgða frá október 1960 vegna vanheilsu Grotewohl. Í fyrstu var litið á Stoph sem sennilegan arftaka flokksleiðtogans [[Walter Ulbricht|Walters Ulbricht]] en að endingu var það [[Erich Honecker]] sem tók við forystu flokksins.<ref name=saxon1999/><ref>{{cite book|title=Otto Grotewohl 1894-1964 : Eine politische Biographie|year=2009|publisher=Veröffentlichungen zur SBZ-/DDR-Forschung im Institut für Zeitgeschicht|page=466-468|author=Dierk Hoffmann}}</ref> Eftir dauða Ulbrichts árið 1973 tók Stoph við sem formaður ríkisráðsins, [[Þjóðhöfðingi|þjóðhöfðingjaembætti]] sem samsvaraði embætti [[Forseti|forseta]] alþýðulýðveldisins. Eftir kosningar á þjóðþingið árið 1976 endurskipulagði Honecker flokksskipulagiðflokkinn og ríkisstjórnina. Honecker taldi eftirmann Stophs sem forsætisráðherra, [[Horst Sindermann]], of frjálslyndan í efnahagsmálum og útnefndi Stoph því forsætisráðherra á ný.
 
Á fyrstu embættistíð sinni sem forsætisráðherra hóf Stoph viðræður við [[Vestur-Þýskaland|vestur-þýska]] [[Kanslari Þýskalands|kanslarann]] [[Willy Brandt]] árið 1970. Viðræður þeirra leiddu til fyrsta fundar milli leiðtoga Austur- og Vestur-Þýskalands.