„Joseph Goebbels“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Lína 56:
Eftir að [[Adolf Hitler]] framdi sjálfsmorð varð Goebbels [[kanslari Þýskalands]] í samræmi við erfðaskrá foringjans. Goebbels gegndi þessu embætti aðeins í einn dag en framdi síðan [[sjálfsmorð]] í [[Foringjabyrgið|neðanjarðarbyrgi í Berlín]] þann [[1. maí]] 1945. Goebbels og eiginkona hans, [[Magda Goebbels|Magda]] frömdu bæði sjálfmorð eftir að hafa gefið börnum sínum sex eitur.
 
Goebbels er fyrst og fremst minnst sem talsmanns nasista, þar sem hann kom svo oft fram fyrir hönd flokksins og foringjans. Hans er líka minnst sem gyðingahatara, en Goebbels fór aldrei leynt með óbeit sína á [[Gyðingar|gyðingum]]. Hinsvegar er umdeilt hvort Goebbels hafi átt hlut að skipulagningu [[Helförin|helfararinnar]], sérílagi eftir að dagbækur Goebbels voru gefnar út en hann var færði dagbækur frá [[1923]] til dauðadags.
 
==Tilvísanir==