„Kristrún Frostadóttir“: Munur á milli breytinga

Íslenskur hagfræðingur og stjórnmálakona
Efni eytt Efni bætt við
Kvk saga (spjall | framlög)
Ný síða: '''Kristrún Mjöll Frostadóttir''' (f. 1988) er íslenskur hagfræðingur og frambjóðandi Samfylkingarinnar til alþingiskosninga árið 2021. Kristrún er fy...
(Enginn munur)

Útgáfa síðunnar 13. febrúar 2021 kl. 19:14

Kristrún Mjöll Frostadóttir (f. 1988) er íslenskur hagfræðingur og frambjóðandi Samfylkingarinnar til alþingiskosninga árið 2021. Kristrún er fyrrverandi hagfræðingur Viðskiptaráðs Íslands og fyrrum aðalhagfræðingur Kviku banka.

Kristrún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík, BS gráðu í hagfræði frá Háskóla Íslands og meistaragráðu í alþjóðafræðum frá Yale-háskóla í Bandaríkjunum, með áherslu á hagstjórn og alþjóðafjármál og meistaragráðu í hagfræði frá Boston-háskóla í Bandaríkjunum.

Kristrún hefur starfað sem blaðamaður á Viðskiptablaðinu og verið starfsmaður greiningardeildar Arion banka. Hún starfaði sem sérfræðingur í greiningardeild bandaríska fjárfestingabankans Morgan Stanley, fyrst í New York og síðan í London en hélt þaðan til starfa sem aðalhagfræðingur Viðskiptaráðs Íslands í mars árið 2017.[1] Í janúar 2018 tók hún við starfi aðalhagfræðings Kviku banka[2] en sagði starfinu upp þegar hún sóttist eftir sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík í janúar 2021.[3]

Maki Kristrúnar er Einar B. Ingvarsson og eiga þau eina dóttur fædda árið 2019.[4]

Tilvísanir

  1. Vi.is, „Kristrún nýr hagfræðingur Viðskiptaráðs“ (skoðað 13. febrúar 2021)
  2. Visir.is, „Kristrún nýr aðalhagfræðingur Kviku“ (skoðað 13. febrúar 2021)
  3. Mbl.is, „Kristrún lætur af störfum hjá Kviku“ (skoðað 13. febrúar 2021)
  4. Xs.is, „Kristrún Mjöll Frostadóttir“ (skoðað 13. febrúar 2021)