Munur á milli breytinga „Bíll“

11 bætum bætt við ,  fyrir 2 mánuðum
m
(Bjarga 1 heimildum og merki 0 sem dauðar.) #IABot (v2.0.7)
 
== Orðsifjafræði ==
Orðið ''bíll'' er stytting á [[franska]] orðinu ''automobile'', sem er samsett úr [[forngríska]] orðinu ''αὐτός'' (''autós'', „sjálf/sjálfur“) og því franska ''mobile'' („hreyfa“ sem kemur úr [[Latína|latínu]] ''mobilis'' („hreyfanlegur“)).
 
Orðið ''bifreið'' kom nokkuð snemma inn í [[Íslenska|íslensku]] eða rétt eftir að bílar fóru að sjást á Íslandi. En ekki voru allir samþykkir þeirri nafngift í upphafi. Þrír alþingismenn, þeir Jón Ólafsson, Bjarni Jónsson frá Vogi og Matthías Ólafsson, lögðu fram tillögu sem fól í sér að hafna orðinu ''bifreið'' en taka þess í stað upp orðið ''sjálfrenningur''. Tillagan var samþykkt. Ýmsar fleiri hugmyndir komu fram, til dæmis lagði Vigfús Guðmundsson til í [[Ísafold (tímarit)|Ísafold]] [[9. júlí]] [[1913]] að kalla bifreiðar ''þeysivagna'' eða ''þeysa''; í samsettum orðum ''vöruþeysir'', ''fólksþeysir'' og svo framvegis. Önnur nöfn sem fram komu á þessum árum voru til dæmis ''sjálfhreyfivél'', ''sjálfrennireið'' (sem enn er stundum höfð um bíl í gamansömum tón), ''skellireið'' og ''rennireið''.
 
== Saga ==
788

breytingar