„Taíland“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
mEkkert breytingarágrip
Merki: Farsímabreyting Breyting frá farsímavef Ítarlegri breyting frá farsímavef
mEkkert breytingarágrip
Merki: Farsímabreyting Breyting frá farsímavef Ítarlegri breyting frá farsímavef
Lína 47:
[[Taímál|Taímælandi]] þjóðir fluttust til [[Indókína]] frá [[Kína]] á 11. öld. Elstu heimildir um þær þar sem þær eru nefndar ''Síamar'', eru frá 12. öld. Þá skiptist skaginn milli ýmissa ríkja sem voru undir áhrifum frá menningu Indlands. Þetta voru [[Monríkin]], [[Kmeraveldið]] og [[Malajaríkin]]. Taíþjóðirnar stofnuðu ríkin [[Ngoenyang]], [[Sukhothai]], [[Lan Na]] og [[Ayutthaya]] sem börðust um völd við hin ríkin og sín á milli. Portúgalskir landkönnuðir frá Evrópu sigldu til Ayutthaya árið 1511. Völd ríkisins náðu hátindi sínum í valdatíð [[Narai mikli|Narai mikla]] á 17. öld, en hnignaði eftir það. [[Stríð Búrma og Síam (1765–1767)]] gerði út af við Ayutthaya. [[Taksin]] sameinaði ríkið aftur undir sinni stjórn og stofnaði nýja höfuðborg í [[Thonburi]] (þar sem Bangkok er nú). Honum var steypt af stóli í hallarbyltingu sem Thongduang leiddi. Hann tók árið 1782 við völdum sem [[Rama 1.]], fyrsti konungur núverandi konungsættar.
 
Meðan á tíma [[heimsvaldastefna Vesturlanda í Asíu|heimsvaldastefnu Vesturlanda í Asíu]] stóð var Taíland eina ríkið í heimshlutanum sem hélt sjálfstæði sínu. Stjórn landsins neyddist samt oft til að láta bæði lönd og verslunarréttindi af hendi með ójöfnum samningum. Í valdatíð [[Chulalongkorn]] 1868 til 1910 var stjórn landsins breytt í þingbundna konungsstjórn. Síam var bandamaðurí liði [[Bandamenn (Fyrrifyrri heimsstyrjöldheimsstyrjöldin)|Bandamanna]] í [[Fyrri heimsstyrjöld]]. Árið 1940 var nafni landsins breytt í Taíland. Í [[Síðari heimsstyrjöld]] varð Taíland [[leppríki]] [[Japan]]s. Seint á 6. áratugnum gerði [[Sarit Thanarat]] herforingjabyltingu sem endurreisti stjórnarhlutverk konungdæmisins. Í [[Kalda stríðið|Kalda stríðinu]] varð Taíland mikilvægur bandamaður [[Bandaríkin|Bandaríkjanna]] í Suðaustur-Asíu og einn af stofnaðilum [[SEATO]]. Stjórn Taílands hefur síðan þá sveiflast milli borgaralegra þingræðisstjórna og herforingjastjórna. Frá aldamótunum 2000 hafa stuðningsmenn og andstæðingar fyrrum forsætisráðherrans [[Thaksin Shinawatra]] tekist harkalega á um völd í landinu sem hefur leitt af sér tvær stjórnarbyltingar og fjölda mótmæla. Frá 2020 hafa staðið þar langvinn [[mótmælin í Taílandi 2020|mótmæli]] gegn konunginum og núverandi stjórn.
 
Taíland er stofnaðili að [[Samband Suðaustur-Asíuríkja|Sambandi Suðaustur-Asíuríkja]]. Þrátt fyrir óstöðugt stjórnarfar er landið talið til [[miðveldi|miðvelda]] á heimsvísu. Taíland er með háa [[vísitala um þróun lífsgæða|lífsgæðavísitölu]]. Landið er annað stærsta hagkerfi Suðaustur-Asíu og það 20. stærsta í heimi miðað við kaupmáttarjöfnuð. Taíland er skilgreint sem [[nýiðnvætt ríki]]. Helstu atvinnugreinar eru iðnaður, landbúnaður og ferðaþjónusta.