„Taíland“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
m bæti við inngang
Merki: Farsímabreyting Breyting frá farsímavef Ítarlegri breyting frá farsímavef
mEkkert breytingarágrip
Merki: Farsímabreyting Breyting frá farsímavef Ítarlegri breyting frá farsímavef
Lína 44:
}}
'''Taíland''', opinbert heiti '''Konungsríkið Taíland''', áður þekkt sem '''Síam''', er land í [[Suðaustur-Asía|Suðaustur-Asíu]], með landamæri að [[Kambódía|Kambódíu]] og [[Laos]] í austri, [[Taílandsflói|Taílandsflóa]] og [[Malasía|Malasíu]] í suðri og [[Mjanmar]] og [[Andamanhaf]]i í vestri. Landhelgi Taílands nær saman við landhelgi [[Indland]]s, [[Víetnam]] og [[Indónesía|Indónesíu]]. Taíland er 50. fjölmennasta ríki heims, með um 66 milljón íbúa. Höfuðborg og stærsta borg landsins er [[Bangkok]], sem er jafnframt sérstjórnarsvæði. Í Taílandi er [[þingbundin konungsstjórn]] og [[þingræði]] en landið hefur oft gengið í gegnum [[stjórnarbylting]]ar og tímabil með [[herforingjastjórn]]um.
 
[[Taímál|Taímælandi]] þjóðir fluttust til [[Indókína]] frá [[Kína]] á 11. öld. Elstu heimildir um þær þar sem þær eru nefndar ''Síamar'', eru frá 12. öld. Þá skiptist skaginn milli ýmissa ríkja sem voru undir áhrifum frá menningu Indlands. Þetta voru [[Monríkin]], [[Kmeraveldið]] og [[Malajaríkin]]. Taíþjóðirnar stofnuðu ríkin [[Ngoenyang]], [[Sukhothai]], [[Lan Na]] og [[Ayutthaya]] sem börðust um völd við hin ríkin og sín á milli. Portúgalskir landkönnuðir frá Evrópu sigldu til Ayutthaya árið 1511. Völd ríkisins náðu hátindi sínum í valdatíð [[Narai mikli|Narai mikla]] á 17. öld, en hnignaði eftir það. [[Stríð Búrma og Síam (1765–1767)]] gerði út af við Ayutthaya. [[Taksin]] sameinaði ríkið aftur undir sinni stjórn og stofnaði nýja höfuðborg í [[Thonburi]] (þar sem Bangkok er nú). Honum var steypt af stóli í hallarbyltingu sem Thongduang leiddi. Hann tók árið 1782 við völdum sem [[Rama 1.]], fyrsti konungur núverandi konungsættar.
 
Taíland er einnig þekkt undir nafninu '''Síam''', sem var opinbert nafn landsins til [[11. maí]] [[1949]]. Orðið ''taí'' merkir „frelsi“ í [[taílenska|taílensku]].