„Skarð í vör“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Bjarga 1 heimildum og merki 0 sem dauðar.) #IABot (v2.0.8
Xypete (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
 
Lína 1:
 
[[Mynd:13900470 3PREOPERATION0.jpg|thumb|250px]]
 
'''Skarð í [[vör]]''' og '''skarð í góm''' eru tveir náskyldir [[fæðingargalli|fæðingargallar]] sem geta orðið þegar samruni á [[efri vör]] og/eða [[gómur|gómi]] [[fóstur]]s verður fyrir truflun. Vörin myndast ásamt [[nef]]inu á fimmtu til sjöundu viku og getur truflunin orðið öðru megin eða báðum megin við miðnesisgrófina og skarðið ýmist eitt eða tvö. Oftast nær skarðið í gegnum tanngarðinn en stundum er það þó eingöngu í vörinni sjálfri.
 
Gómurinn myndast seinna, á sjöundu til tólftu viku. Þá vaxa hliðar hans saman og mynda skil milli [[munnhol]]s og [[nefhol]]s en ef vöxturinn truflast verður gat þar á milli, svokallað gómskarð. Ef einstaklingur er með bæði góm- og vararskarð sem ná saman kallast það alskarð.