„Volga“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
lagfæring
m Laga staðsetningu hnitasniðs
Lína 1:
{{Hnithnit|display=title|46|10|N|48|40|E|}}
[[Mynd:Russia_River_Volga.jpg|thumb|right|Volga við [[Jaróslavlj]].]]
'''Volga''' er [[Á (landform)|stórfljót]] í [[Rússland]]i, lengsta á [[Evrópa|Evrópu]] og mesta [[siglingaleið]] innanlands í Rússlandi. Áin kemur upp í [[Valdaihæðir|Valdaihæðum]], sem eru landsvæði á milli [[Novgorod]] og [[Moskva|Moskvu]], og rennur 3700 [[Kílómetri|kílómetra]] í meginstefnur [[höfuðáttir|austur]] og suður, þar til hún tæmist í [[Kaspíahaf]]. Vatnasvið árinnar er nálægt þriðjungi af Evrópuhluta Rússlands. Rússar tala oft um Volgu sem móður Rússlands og er það lýsandi fyrir mikilvægi árinnar. Hún er lygn og breið (10 kílómetrar á breidd sums staðar). Um ána fer nálægt helmingi allra [[Flutningar|flutninga]] á ám og vötnum í Rússlandi. Upp eftir ánni er flutt [[korn]], [[byggingavörur]], [[salt]], [[fiskur]] og [[kavíar]], en niður er aðallega siglt með [[timbur]].