„Guðmundarlundur“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Merki: Breyting tekin til baka
Merki: Breyting tekin til baka Sýnileg breyting
Lína 1:
Skógræktarfélagið hefur í áraraðir byggt upp og annast útivistasvæði en þeirra stærst eru í Guðmundarlundi í Kópavogi og hitt er að Fossá í Hvalfirði. Svæðin eru öllum opin en aðstaða til hvers konar útivistariðkunar er með ágætum. Friðsældin á svæðunum er mikil og trjágróðurinn veitir afar gott skjól og því hægt að stunda útiveru þar í næstum hvaða veðri sem er.
Þann 25. september 1969 var stofnfundur Skógræktarfélags Kópavogs haldinn í Félagsheimili Kópavogs og sóttu þann fund rúmlega 60 manns. Þessir einstaklingar voru áhugafólk um skógrækt og uppgræðslu og unnu fórnfúst og óeigingjarnt starf á því sviði. Tilgangur félagsins var og er að vinna að trjárækt, skógrækt og landgræðslu í Kópavogi og nágrenni, og auka þekkingu og áhuga Kópavogsbúa á þeim málum. Einnig er félagið með það markmið að vera samstarfsvettvangur þeirra einstaklinga og félaga, sem vilja vinna að framgangi framangreinds hlutverks félagsins og eflingu skógræktar, landgræðslu og umhverfismála í Kópavogi.
 
'''Svörtuskógar'''
 
Eitt fyrsta verkefni skógræktarfélagsins, var að leita eftir samvinnu og samningum við Kópavogsbæ um landspildu fyrir ræktun innan skipulagssvæðis bæjarins. Á árinu 1971 fékk svo félagið ræktunarsvæði í Smárahvammslandi. Fékk gróðrarstöð þessi fljótlega nafnið ''Svörtuskógar''. Starfsemin í Svörtuskógum gekk í flestu tilliti vel þau ár sem stöðin starfaði. Venjulega unnu unglingar úr Vinnuskóla Kópavogs þar hluta úr sumri við plöntun og hirðingu. Sala á plöntum var yfirleitt mikil bæði til bæjarins svo og til bæjarbúa. Árið 1989 var svo starfsemin í Svörtuskógum lögð niður þar sem skipulag bæjarins gerði ráð fyrir annarri starfsemi á svæðinu. Var gerður samningur milli bæjarins og félagsins um að bærinn keypti þær plöntur sem eftir voru í stöðinni þegar hún var lögð niður.
 
'''Fossá í Kjós'''
 
Árið 1972 keyptu Skógræktarélag Kópavogs og Skógræktarfélag Kjósarsýslu ''Fossá'' í Kjós til að hefja þar skógrækt. Jörðin er um 1. 100 ha að stærð og má segja að síðan hafi félagið lagt mikla vinnu í ræktun þar, enda mun vera búið að planta þar um 1.000.000 trjáplöntum. Núverandi eigendur auk Skógræktarfélag Kópavogs sem á hálfa jörðina sem fyrr eru Skógræktarfélögin í Mosfellsbæ, á Kjalarnesi og í Kjósarsýslu.
 
Skógurinn að Fossá í Hvalfirði var tekinn inn í verkefnið ''Opinn skógur'' árið 2011. Markmiðið með verkefninu Opinn skógur er að opna skógræktarsvæði við alfaraleiðir, sem eru í umsjón skógræktarfélaga. Áhersla er lögð á að aðstaða og aðgengi verði til fyrirmyndar og á að miðla upplýsingum og fræðslu um lífríki, náttúru og sögu, svo að almenningur geti nýtt sér Opinn skóg til áningar, útivistar og heilsubótar.
 
'''Landgræðsluskógaverkefnið'''
 
Á árinu 1990 hóf svo skógræktarfélagið þátttöku í svo nefndu ''Landgræðsluskógaverkefni''. Landgræðsluskógar er átaksverkefni með það að markmiði að endurheimta skóga landsins með því að gróðursetja trjáplöntur í lítt gróið eða örfoka land. Hér er um samstarf skógræktarfélaganna í landinu, Skógræktarfélags Íslands, Skógræktarinnar, Landgræðslu ríkisins og Atvinnu- og Nýsköpunarráðuneytisins að ræða.
 
Á árunum 1990-94 gerði félagið samninga um landgræðsluskóga á 4 stöðum í landi Kópavogs á um 100 ha svæði alls. Svæðin eru í norðurhlíðum Rjúpnahæðar, í Hnoðraholti, vestan Leirdals, og í Lækjarbotnalandi rúmlega 30 ha lands. Árið 1994 var svo gerður samningur milli Skógræktarfélags Kópavogs, Kópavogsbæjar og Magnúsar Hjaltested Vatnsendabónda, um skógrækt á 100 ha lands í Vatnsendalandi, þar af eru 50 ha undir land- græðsluskóga en hinir 50 ha til annarrar skógræktar. Ætla má að gróðursettar hafa verið alls í kringum 600.000 trjáplöntur í Landgræðsluskógaverkefninu í Kópavogi. Megnið af þessari gróðursetningu hefur verið í höndum skólafólks úr Kópavogi undir stjórn Skógræktarfélags Kópavogs. Þá úthlutaði skógræktarfélagið svokölluðum landnemaspildum í Vatnsendalandi til félagsmanna, félaga og stofnana, sem vildu fá landskika til skógræktar.
 
'''Upphaf Guðmundarlundar og Selfjalls'''
 
Þann 28. nóvember 1997 fékk Skógræktarfélag Kópavogs að gjöf skógræktarspildu í Stórabási í Vatnsendalandi. Gjöf þessi er frá Guðmundi H. Jónssyni, fyrrum forstjóra BYKO, og fjölskyldu hans. Svæðið fékk nafnið ''Guðmundarlundur''. Það var árið 1967 sem fyrstu trjáplönturnar voru gróðursettar í Stórabási en síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar og Guðmundarlundur nú orðinn falleg gróðurvin þar sem áður var örfoka land.
 
Vorið 2008 var hafist handa við gerð Hermannsgarðs sem er innan Guðmundarlundar samvinnuverkefni Kópavogsbæjar, Skógræktarfélags Kópavogs og Garðyrkjufélags Íslands til minningar um Hermann Lundholm fyrrverandi garðyrkjuráðunauts Kópavogs. Garðurinn samanstendur að mestu af fjölærum garðblómum úr garði Hermanns.
 
Sumarið 2009 skrifaði Skógræktarfélag Kópavogs undir samning um nýtt skógræktarsvæði í ''Selfjalli'' sem er ofan við Lækjarbotna og Selhóla en þar er félagið einnig með skógræktarsvæði. Meginhluti Selfjalls eru uppblásnir melar og mjög lítið um gróður á stórum svæðum. Það svæði sem fyrrihluti samningsins náði til eru 63 ha lands en í heild er svæðið um 145 ha. Skrifað var undir seinni hluta samningsins um ræktun í Selfjalli 2019 og nær til 82 ha.
 
'''Skógræktarfélag Kópavogs til dagsins í dag'''
 
Áherslur og starfsaðferðir Skógræktarfélag Kópavogs hafa breyst í takt við samfélagið í þau 50 ár sem félagið hefur starfað. Hlutverk Skógræktarfélag Kópavogs í trjárækt, skógrækt og landgræðslu í Kópavogi og nágrenni stendur styrkum fótum en nýting skóganna til útivistar hefur vaxið jafnt og þétt undanfarin ár og áratugi sem og fræðsla því tengdu.
 
'''Guðmundarlundur'''
 
Skógræktarfélagið hefur í áraraðir byggt upp og annast útivistasvæði en þeirra stærst eru í Guðmundarlundi í Kópavogi og hitt er að Fossá í Hvalfirði. Svæðin eru öllum opin en aðstaða til hvers konar útivistariðkunar er með ágætum. Friðsældin á svæðunum er mikil og trjágróðurinn veitir afar gott skjól og því hægt að stunda útiveru þar í næstum hvaða veðri sem er.
 
Guðmundarlundur er eitt allra besta útivistarsvæði höfuðborgarsvæðisins þar sem flestir geta fundið sér eitthvað við hæfi til útivistar- og afþreyingar. Á hverju ári heimsækir þúsundir gesta Guðmundarlund og njóta þess að dvelja þar sér til heilsubótar, skemmtunar og yndis. Fjölbreyttir göngu- og útivistastígar liggja um svæðið. Stígarnir eru ýmist á jafnsléttu eða misbröttum brekkum. Kurl er á stígunum í skóginum, en malarstígar eru við flatirnar og malbikaður stígur liggur gegnum lundinn. Stórar grasflatir eru á svæðinu þar sem gott er hreyfa sig, hlaupa um og fara í ýmiskonar leiki.
 
Á staðnum er 9 holu minigolf völlur og í útjaðri og kringum Guðmundarlund er 10 brauta Frisbí golfvöllur. Vellirnir standa öllum opnir sem vilja njóta og þarf ekki panta eða bóka tíma því þar gildir gamla góða reglan fyrstur kemur, fyrstur fær. Góð grillaðstaða í Guðmundarlundi ásamt borðum og bekkjum þar sem halda má t.d brúðkaup, afmæli og önnur mannamót. Tvö grill eru staðsett undir skyggni og eitt undir berum himni. Grillaðstaðan er eingöngu leigð út gegn gjaldi og þarf að bóka afnot af grillsvæðinu með fyrirvara.
 
'''Hermannsgarður'''
 
Inni í miðjum Guðmundarlundi er Hermannsgarður eins og áður hefur verið getið um. Garðurinn sem er lítill og vinalegur blómagarður, með steinabeðum, stígum og bekkjum. Yndislegt að dvelja þar öllum stundum en á sumrin þegar blómgun fjölæra planta nær hámarki er hann sérstaklega litríkur og skartar sínu fegursta.Mikil og vaxandi aðsókn hefur verið að Guðmundarlundi undanfarin ár og iðar svæði af lífi árið um kring. Hver árstíð hefur sinn sjarma og tækifæri til útiveru og útivistar eru óteljandi. Guðmundarlundur nýtur mikilla vinsælda meðal skólafólks en þúsundir barna heimsækja svæðið ár hvert frá leik- og grunnskólum í fræðslu og til leikja. Þegar börnin mæta er svo sannarlega líf og fjör í lundinum.Nýjasta verkefni Skógræktarfélag Kópavogs er að koma á laggirnar fræðslu-og umhverfissetri í Guðmundarlundi sem mun opna nýjar leiðir fyrir félagið að annast umhverfisfræðslu fyrir félagsmenn, skólafólk og almenning.
 
Það er ekki sjálfgefið að félag nái því afreki að starfa óslitið í hálfa öld. Því má þakka öllum þeim fjölda sjálfboðaliða og starfsmanna sem hafa unnið gott og óeigingjarnt starf til að halda uppi öflugri starfsemi. Þá hefur félagið átt í góðu samstarfi við fyrirtæki og stofnanir sem hefur verið félaginu afar mikilvægt í gegnum tíðina
 
Samantekt