„Vísindaskáldskapur“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
m laga aðeins til ambögutexta...
mEkkert breytingarágrip
Lína 2:
'''Vísindaskáldskapur''' er [[skáldskapur|skáldskapargrein]] þar sem [[vísindi]], sérstaklega ímynduð framtíðar[[tækni]], leika stórt hlutverk í sögunni. Meðal efnis sem kemur fyrir í vísindaskáldskap eru [[tímaferðalag|tímaferðalög]], [[vélmenni]], [[geimferð]]ir, [[hliðarheimur|hliðarheimar]] og [[geimvera|geimverur]]. Vísindaskáldsögur gerast í náinni eða fjarlægri [[framtíð]] og/eða í [[geimurinn|geimnum]]. [[Söguheimur]] vísindaskáldsagna er gjarnan einhvers konar blanda af [[útópía|útópíu]] og [[dystópía|dystópíu]].
 
Vísindaskáldskapur tilheyrir grein [[furðusaga|furðusagna]] eins og [[fantasía|fantasíur]], en hann á sér fornar rætur. Elsta vísindaskáldsagan er talin vera ''Sönn saga'' eftir [[Lúkíanos frá Samosötu]] sem var uppi á 2. öld. [[Vísindabyltingin]] á 17. öld og [[Upplýsingin]] á 18. öld gátu af sér skáldsögur sem fengust við möguleika hinna nýju [[raunvísindi|raunvísinda]] og uppgötvanir í [[stjörnufræði]], oft í þeim tilgangi að gagnrýna samtímamenningu höfundanna. Meðal þessara sagna eru ''[[Somnium]]'' [[Johannes Kepler|Johannesar Keplers]] og smásagan „''[[The Blazing World]]'' eftir [[Margaret Cavendish]]. [[Iðnbyltingin]] á 19. öld og örar tækniframfarir höfðu áhrif á rithöfunda eins og [[Mary Shelley]] (''[[Frankenstein]]'') og [[Edgar Allan Poe]] (''[[Ævintýri Artúrs Gordons Pym]]''). Franski rithöfundurinn [[Jules Verne]] var sá fyrsti sem gerði vísindaskáldskap að eins konar sérgrein. Hann er stundum kallaður „faðir vísindaskáldsögunnar“, ásamt hinum afkastamikla [[H. G. Wells]] og útgefandanum [[Hugo Gernsback]].
 
Meðal annarra þekktra höfunda vísindaskáldsagna má nefna [[Edgar Rice Burroughs]], [[Isaac Asimov]], [[Frank Herbert]], [[Philip K. Dick]], [[Ursula K. Le Guin]] og [[William Gibson]].