„Landselur“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Bjarga 3 heimildum og merki 0 sem dauðar.) #IABot (v2.0.8
Lína 51:
[[Mynd:Phoca vitulina 2.jpg|thumb|Landselir við Fanø, Danmörk]]
Uppistaðan í fæðu landsels er fiskur, oftast smáfiskur eins og smár [[þorskur]] eða [[ufsi]] en þeir éta einnig [[síli]], [[Loðna|loðnu]], [[Steinbítur|steinbít]], [[síld]] og [[Sandkoli|sandkola]] ásamt öðrum fisktegundum og hryggleysingjum, sérstaklega [[Smokkfiskur|smokkfiski]]. Landselurinn er fremur góður kafari, getur verið í kafi allt að 25 mínútum og kafað niður á 50 metra dýpi þó oftast kafi hann einungis í nokkrar mínútur og sjaldan dýpra en um 20 metra.
Hann heldur sig oftast nálægt landi, fer sjaldan lengra en um 20 km frá ströndum og heldur sig oft innan um sker en einnig í árósum. Landselurinn fer einnig langar ferðir upp í ár til að veiða [[atlantshafslax|lax]] og [[Silungur|silung]].
 
Landselir eru félagslyndir og oft má sjá þá í hópum við strendur. Þeir eru eins og aðrir selir fremur klunnalegir á þurru en fara gjarnan upp á land og liggja þar og skiptir þá ekki máli hvort þar er stórgrýtisfjara eða sandströnd. Fullvaxnir landselir ferðast lítið en ung dýr flakka um stærri svæði. Þeir koma ár eftir ár á sömu slóðir til að kæpa.