„Borgarfjörður“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Asmjak (spjall | framlög)
Asmjak (spjall | framlög)
Lína 9:
 
==Jarðfræði ==
[[Hafnarfjall]], sem stendur sunnan Borgarfjarðar gengt Borgarnesi, er gömul [[megineldstöð]], um fjögurra milljón ára. Eitt stærsta djúpbergsinnskot Íslands úr [[gabbró]]i er í Hafnarfjalli. Einnig hefur fundist dálítið af [[granófýr]] sem er kornótt [[djúpberg]], mjög líkt graníti og með sömu samsetningu. Margar sjaldgæfar [[steind]]ir hafa fundist við Borgarfjörð, eins og [[sítrín]] (gult litaafbrigði af bergkristal) og háhitasteindir. [[Hestfjall (Borgarfirði)|Hestfjall]] er gamalt og mjög veðrað fjall ekki langt frá Hafnarfjalli og eru tveir stórir [[berggangar]] í norðurhlíð fjallsins, um 20 metrar að þykkt. Mikið er um [[jaspis]] í Hestfjalli og hafa fundist 50-100 kílóa kristallar úr jaspis í fjallinu. Mikið er um holufyllingar á svæðinu umhverfis Borgarfjörð eins og annars staðar á landinu hjá gömlum eldstöðvum og megineldstöðvum.
 
Bærinn [[Borgarnes]] stendur á gömlum berggrunni, líklega úr hraunum úr Hafnarfjalli og að mestu með holufyllingum úr [[Zeólítar|zeólít]]um og [[kvars]]steinum.