„Efnafræði“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Dexbot (spjall | framlög)
m Removing Link GA template (handled by wikidata)
Siggigg97 (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
Lína 5:
Þær eindir sem efnafræðin fæst við eru [[frumeind]]ir (atóm) og [[sameind]]ir. Frumeindirnar eru samsettar úr þremur gerðum smærri einda - [[rafeind]]um, [[róteind]]um, og [[nifteind]]um. Nifteindir og róteindir koma ekki fyrir í [[efnahvarf|efnahvörfum]] nema í kjarnefnafræði þó er undantekning: stakar róteindir sem eru í raun [[Vetni|H]]<sup>+</sup> [[jón (efnafræði)|jónir]] gera það aftur á móti í [[sýru-basa hvarf|sýru-basa hvörfum]].
 
Frumefnunum er skipt upp í töflu sem sýnir eiginleika þeirra og byggingu. [[Dmitri Mendelejev|Dímítrí Mendeléf]] kynnti þessa töflu fyrstur manna til sögunnar og kom hún í stað margra fyrri tilrauna manna til þess að búa til slíka töflu. Taflan er þekkt sem [[lotukerfið]], stundum kölluð ''frumefnataflan''.
 
[[Frumeind]]ir (atóm) tengjast saman og mynda stærri eindir sem kallast [[sameind]]ir. Til dæmis er [[súrefni]], sem er táknað í lotukerfinu með bókstafnum O, svo til aldrei fljótandi um eitt og sér í náttúrunni, heldur eru yfirleitt tvö súrefnisatóm samföst - ritað sem [[sameindaformúla]]: O<sub>2</sub>. Eitt af algengustu efnasamböndum náttúrunnar hér á jörð er vatn, sem er samsett úr tveimur vetnisfrumeindum (H) og einni af súrefni: H<sub>2</sub>O</sub>.