„Joe Biden“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Lína 76:
 
Kosningarnar voru haldnar þann 3. nóvember. Skoðanakannanir höfðu lengi spáð Biden auðveldum sigri en á kosninganótt reyndist leikurinn milli þeirra Bidens og Trumps mun jafnari en von var á. Trump vann sigra í mikilvægum fylkjum á borð við [[Flórída]] og [[Texas]] og eftir fyrstu talningar virtist hann einnig hafa forystu í mikilvægum fylkjum á borð við [[Wisconsin]], [[Michigan]] og [[Pennsylvania|Pennsylvaníu]]. Þegar farið var að telja utankjörfundaratkvæði síðla nætur og á næstu dögum fór hagur Bidens hins vegar að vænkast verulega. Metfjöldi póstatkvæða hafði verið greiddur vegna [[Kórónaveirufaraldurinn 2019-2020|alþjóðlega kórónaveirufaraldursins]], en Trump hafði ítrekað ráðið fylgjendum sínum frá því að greiða utankjörfundaratkvæði og haldið því fram án röksemda að slík atkvæði byðu upp á stórtækt kosningasvindl. Hlutfallslega runnu því mun fleiri utankjörfundaratkvæði til Bidens og þegar farið var að telja þau á næstu dögum náði Biden forystu í nokkrum fylkjum þar sem Trump hafði virst sigurstranglegri á kosninganótt. Þann 7. nóvember höfðu flestar bandarískar fréttastofur lýst Biden sigurvegara, enda hafði hann þá náð forskoti í nógu mörgum fylkjum til að tryggja sér ríflega 270 atkvæði í [[Kjörmannaráð (Bandaríkin)|kjörmannaráðinu]] sem velur forsetann.<ref name=sagðurkjörinn/> Trump neitaði þó lengst af að viðurkenna ósigur og fór þess í stað í mál við ýmis fylki vegna ásakana um kosningasvindl.<ref>{{Vefheimild|titill=Giuli­ani: Trump ját­ar ekki ósig­ur|url=https://www.mbl.is/frettir/erlent/2020/11/07/giuliani_trump_jatar_ekki_osigur/|útgefandi=[[mbl.is]]|mánuður=7. nóvember|ár=2020|árskoðað=2020|mánuðurskoðað=7. nóvember}}</ref>
 
Kjörmannaráðið kom saman þann 14. desember og greiddi atkvæði um næsta forseta. Lokaniðurstaðan var þannig að Biden fékk 306 atkvæði en Trump 232.<ref>{{Vefheimild|titill=Formlega staðfest að Joe Biden verður næsti forseti Bandaríkjanna|url=https://www.dv.is/pressan/2020/12/15/formlega-stadfest-ad-joe-biden-verdur-naesti-forseti-bandarikjanna/|útgefandi=''DV''|ár=2020|mánuður=15. desember|árskoðað=2020|mánuðurskoðað=23. desember|höfundur=Kristján Kristjánsson}}</ref>
 
==Forsetatíð (2021–)==