„Parísarsamkomulagið“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
 
Lína 1:
[[Mynd:Secretary_Kerry_Holds_Granddaughter_Dobbs-Higginson_on_Lap_While_Signing_COP21_Climate_Change_Agreement_at_UN_General_Assembly_Hall_in_New_York_(26512345421).jpg|thumb|right|Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, [[John Kerry]], undirritar samkomulagið.]]
'''Parísarsamkomulagið''' er samþykkt gerð innan [[Rammasamningur Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar|Rammasamnings Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar]] sem fæst við útblástur [[gróðurhúsalofttegund]]a frá og með árinu [[2020]]. Samkomulagið tekur þannig við af [[Kýótóbókunin]]ni sem nær til ársins 2020. Samkomulagið var gert á lokadegi [[Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna 2015|Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna]] í [[París]] [[12. desember]] [[2015]]. Opnað var fyrir undirskriftir á [[Dagur jarðar|degi jarðar]] 22. apríl 2016 og 177 lönd undirrituðu samkomulagið sama dag. Af þeim höfðu 27 fullgilt samninginn í september 2016. Samningurinn tekur gildi þegar minnst 55 lönd sem bera ábyrgð á 55% af útblæstri gróðurhúsalofttegunda hafa fullgilt hann. Um 40% alls útblásturs gróðurhúsalofttegunda er í tveimur löndum, [[Bandaríkin|Bandaríkjunum]] og [[Alþýðulýðveldið Kína|Kína]], sem bæði fullgiltu samninginn [[3. september]] 2016. Bandaríkin drógu þátttöku sína til baka með yfirlýsingu [[Donald Trump]] Bandaríkjaforseta 1. júní 2017 en gerðust aftur aðilar að samkomulaginu eftir að [[Joe Biden]] tók við af Trump sem forseti þann 20. janúar 2021.<ref>{{Vefheimild|titill=Fimmtán til­skip­an­ir á fyrsta degi|url=https://www.mbl.is/frettir/erlent/2021/01/20/fimmtan_tilskipanir_a_fyrsta_degi/|útgefandi=[[mbl.is]]|mánuður=20. janúar|ár=2021|árskoðað=2021|mánuðurskoðað=20. janúar}}</ref>
 
Markmið samkomulagsins er að stöðva aukningu í útblæstri gróðurhúsalofttegunda á heimsvísu og ná að halda [[hnattræn hlýnun|hnattrænni hlýnun]] innan við 2°C. Samkomulagið gerir ráð fyrir að aðildarríki meti stöðu sína á 5 ára fresti. Fyrsta matið á að fara fram árið 2023.