„Alkanar“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Siggigg97 (spjall | framlög)
Bætti við töflu með suðu- og bræðslumörkum ásamt eðlismassa hjá nokkrum alkönum
Siggigg97 (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
Lína 4:
Almenna [[efnaformúla]] alkana er C<sub>n</sub>H<sub>2n+2</sub>. Alkanar geta verið bæði [[Línulegir alkanar|línulegir]] og [[Greinóttir alkanar|greinóttir]]. Einfaldasti alkaninn er [[metan]] (CH<sub>4</sub>) en einnig eru til mjög flóknir alkanar eins og [[6-etýl-2-metýl-5-(1-metýletýl) oktan]] sem er ein af [[Byggingarhverfa|byggingarhverfum]] [[Tetradekan|tetradekans]].
 
Ekki eru allir sammála um skilgreiningu á alkönum. Skilgreiningin hér að ofan er fengin frá [[International Union of Pure and Applied Chemistry]] (IUPAC), samtökum sem halda utan um staðla í efnafræði, svo sem [[IUPAC-nafnakerfið|nafnakerfi]] og skilgreiningar. Sumir skilgreina alkana sem öll [[Mettuð og ómettuð efnasambönd|mettuð]] kolvetni, og leyfa þar einhringja ([[Hringalkan|hringalkönum]]) og fjölhringja kolvetnum að fylgja með þó að þau hafi aðrar grunnformúlur (t.d. hafa hringalkanar formúluna C<sub>n</sub>H<sub>2n</sub>)<ref>{{Cite web|url=https://chem.libretexts.org/Bookshelves/Organic_Chemistry/Supplemental_Modules_(Organic_Chemistry)/Hydrocarbons/Alkanes|title=Alkanes|date=2016-11-28|website=Chemistry LibreTexts|language=en|access-date=2021-01-20}}</ref>.
 
Öll [[Kolefni|kolefnisatóm]] alkana hafa [[Svigrúmablöndun|sp<sup>3</sup>- svigrúmablöndun]] og 4 [[sigmatengi]], annað hvort [[C-C tengi]] eða [[C-H tengi]] og hvert [[Vetni|vetnisatóm]] er tengt við kolefnisatóm. Lengsta kolefniskeðjan innan sameindarinnar kallast bakbein.