„Mjanmar“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Lína 68:
 
Frá árinu 2016 hafa hrakningar [[Róhingjar|Róhingja]]-fólks komist í hámæli og talað hefur verið um að gagnvart því hafi herinn stundað þjóðernishreinsanir.
 
== Landfræði==
[[Mynd:Irrawaddy-River-Myanmar-Burma-2005.jpg|thumb|right|Irrawaddy-fljót.]]
Mjanmar er um 680.000 ferkílómetrar að stærð. Landið liggur milli 9. og 29. gráðu norðlægrar breiddar, og 92. og 102. gráðu austlægrar lengdar. Landið á landamæri í norðvestri að [[Chittagong-umdæmi]] í Bangladess, og indversku fylkjunum [[Mizoram]], [[Manipur]], [[Nagaland]]i og [[Arunachal Pradesh]]. Norður- og norðausturlandamæri Mjanmar liggja að [[Sjálfstjórnarhéraðið Tíbet|sjálfstjórnarhéraðinu Tíbet]] og [[Júnnan]] í Kína. Í suðri og suðaustri á það landamæri að [[Taíland]]i og [[Laos]]. Í vestri á Mjanmar yfir 1900 km langa strandlengju að [[Andamanhaf]]i og [[Bengalflói|Bengalflóa]].
 
Í norðri marka [[Hengduan-fjöll]] landamærin að Kína. Fjallið [[Hkakabo Razi]] í [[Kachin-fylki]] er hæsti tindur Mjanmar, í 5.881 metra hæð. Í Mjanmar eru margir fjallgarðar, eins og [[Rakhine Yoma]], [[Bago Yoma]], [[Shan-hæðir]] og [[Tenasserim-hæðir]]. Allir þessir fjallgarðar liggja í suður frá [[Himalajafjöll]]um og afmarka árdali þriggja helstu vatnsfalla Mjanmar, [[Irrawaddy]], [[Salween]] og [[Sittaung]]. Lengsta áin er Irrawaddy sem rennur 2.170 km út í [[Martabanflói|Martabanflóa]]. Í dölunum milli fjallgarðanna eru frjósamar sléttur. Meirihluti íbúa Mjanmar býr í árdal Irrawaddy-fljóts, milli Rakhine Yoma og Shan-hæða.
 
===Veðurfar===
[[Mynd:Koppen-Geiger_Map_MMR_present.svg|thumb|right|Loftslagsbelti í Mjanmar.]]
Stór hluti af Mjanmar liggur á milli [[nyrðri hvarfbaugur|nyrðri hvarfbaugs]] og [[miðbaugur|miðbaugs]]. Það er innan [[monsún]]beltisins í Asíu. Á strandsvæðunum er úrkoma yfir 5.000 mm á ári. Við árósana er úrkoma um 2.500 mm á ári, meðan ársúrkoma á þurrlendinu í miðju landsins er innan við 1.000 mm. Norðurhéruð Mjanmar eru svölustu landsvæðin þar sem meðalhiti er um 21 ˚C. Við strendurnar er meðalhiti 32 ˚C.
 
==Stjórnmál==