„Mjanmar“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
mEkkert breytingarágrip
Lína 44:
 
Mjanmar er aðili að [[Leiðtogafundur Austur-Asíuríkja|Leiðtogafundi Austur-Asíuríkja]], [[Samtök hlutlausra ríkja|Samtökum hlutlausra ríkja]], [[ASEAN]] og [[BIMSTEC]], en er ekki hluti af [[Breska samveldið|Breska samveldinu]]. Landið er auðugt af [[jaði]] og [[eðalsteinn|eðalsteinum]], olíu, jarðgasi og öðrum jarðefnum. Mjanmar býr líka yfir miklum endurnýjanlegum orkulindum; landið á mestu möguleika til framleiðslu [[sólarorka|sólarorku]] af öllum ríkjum á Stór-Mekongsvæðinu. Árið 2013 var landsframleiðsla að nafnvirði 56,7 milljarðar dala. [[Tekjubil]]ið í Mjanmar er með því mesta sem gerist í heiminum, þar sem stórir hlutar efnahagslífsins eru undir stjórn stuðningsmanna herforingjastjórnarinnar. Samkvæmt [[Vísitala um þróun lífsgæða|Vísitölu um þróun lífsgæða]] árið 2019 var Mjanmar í 147. sæti af 189.
 
== Heiti ==
Nafn landsins hefur verið umdeilt, sérstaklega í upphafi 21. aldar, vegna ósættis um pólitískt lögmæti þess að taka ''Mjanmar'' fram yfir ''Búrma''.<ref>{{Cite web|url=https://www.usip.org/blog/2018/06/whats-name-burma-or-myanmar|title=What's in a Name: Burma or Myanmar?|website=United States Institute of Peace|language=en|access-date=2020-04-27}}</ref><ref>{{Cite news|url=http://news.bbc.co.uk/2/hi/7013943.stm|title=Should it be Burma or Myanmar?|date=2007-09-26|access-date=2020-04-27|language=en-GB}}</ref> Bæði heitin eru dregin af sama orðinu, gamla [[búrmíska]] heitinu ''Myanma'' eða ''Myamma'', sem vísar til [[Bamarar|Bamara]], stærsta þjóðarbrotsins í landinu. Uppruni heitisins er óviss.<ref name=dgeh>{{cite book | title=Burma | last=Hall | first=DGE | chapter=Pre-Pagan Burma | year=1960 | edition=3 | page=13}}</ref> The terms are also popularly thought to derive from ''Brahma Desha'' after [[Brahma]].<ref>{{Cite book|url=https://books.google.com/books?id=bV3shLzx0B4C&pg=PA352|title=Mental Culture in Burmese Crisis Politics: Aung San Suu Kyi and the National League for Democracy|last=Houtman|first=Gustaaf|date=1999|publisher=ILCAA|isbn=9784872977486|page=352}}</ref>
 
Árið 1989 ákvað herforingjastjórnin að breyta opinberlega mörgum enskum útgáfum á nöfnum sem mátti rekja til [[Breska nýlendan Búrma|nýlendutímans]] eða fyrr, þar á meðal nafn landsins sjálfs: Búrma varð Mjanmar. Nafnabreytingin var og er umdeild.<ref name="Houtman1999">{{cite book |url=https://books.google.com/books?id=bV3shLzx0B4C&pg=PA45 |title=Mental culture in Burmese crisis politics |last=Houtman |first=Gustaaf |year=1999 |series=ILCAA Study of Languages and Cultures of Asia and Africa Monograph Series No. 33 |publisher=Institute for the Study of Languages and Cultures of Asia and Africa |pages=43–54 |isbn=978-4-87297-748-6}}</ref> Margir stjórnarandstöðuhópar og minnihlutahópar nota heitið ''Búrma'' áfram vegna andstöðu við herforingjastjórnina og lögmæti nafnabreytingarinnar.<ref name="steinberg">{{cite book |last=Steinberg |first=David I. |date=2002 |title=Burma: The State of Myanmar |url=https://books.google.com/books?id=CSTuWZ0BMmMC |publisher=Georgetown University Press |page=xi |isbn=978-1-58901-285-1}}</ref>
 
Skömmu eftir að hún tók við völdum í apríl 2016, sagði Aung San Suu Kyi um nafnabreytinguna: „þið ráðið því, því það er ekkert í stjórnarskrá landsins sem skyldar fólk til að nota eitt heiti umfram annað“. Hún hélt áfram, „ég nota oft Búrma því ég er vön því, en það þýðir ekki að ég krefjist þess að aðrir noti það. Og ég mun leggja mig fram um að segja Mjanmar við og við svo öllum líði vel.“<ref name=scmp>''South China Morning Post'', [http://www.scmp.com/news/asia/southeast-asia/article/1937886/whats-name-not-much-according-aung-san-suu-kyi-who-tells "What's in a name? Not much, according to Aung San Suu Kyi, who tells diplomats they can use Myanmar or Burma"], Saturday, 23 April 2016</ref>
 
Opinbert fullt heiti landsins er „lýðveldi bandalags Mjanmar“ (ပြည်ထောင်စုသမ္မတ မြန်မာနိုင်ငံတော်, ''Pyihtaungsu Thamada Myanma Naingngantaw'', ˚<nowiki>[pjìdàʊɴzṵ θàɴməda̰ mjəmà nàɪɴŋàɴdɔ̀]</nowiki>). Lönd sem viðurkenna ekki opinbera heitið notast við „bandalag Búrma“ í staðinn.<ref name="NCGUB">{{cite web |url=http://www.ncgub.net/ |title=NCGUB |publisher=National Coalition Government of the Union of Burma |access-date=3 May 2012 |archive-url=https://web.archive.org/web/20150909080518/http://ncgub.net/ |archive-date=9. september 2015 |url-status=dead }}</ref> Á ensku er landið ýmist kallað ''Burma'' eða ''Myanmar''. Heitið ''Burma'' hefur verið notað í ensku frá því á 18. öld, en nú er algengara að enskumælandi fjölmiðlar notist við ''Myanmar''. Í öðrum málum er misjafnt hvort heitið er notað.
 
== Saga ==