„Mjanmar“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
m bæti við inngang
mEkkert breytingarágrip
Lína 41:
Meðal menningarsamfélaga sem hafa risið í Mjanmar eru [[Pyu-borgríkin]] í norðri þar sem íbúar töluðu [[tíbetóbúrmísk mál]], og [[Mon-ríkin]] í [[Neðra-Búrma]]. Á 9. öld fluttust [[Bamarar]] í árdal [[Irrawaddy]], og eftir stofnun [[Pagan-ríkið|Pagan-ríkisins]] á 11. öld varð búrmíska ásamt [[Theravada-búddismi|Theravada-búddisma]] smám saman ríkjandi í landinu. Pagan-ríkið féll við [[Mongólaveldið|innrásir Mongóla]] og nokkur smærri ríki urðu til. Á 16. öld sameinaði [[Taungoo-veldið]] þessi ríki og landið varð um stutt skeið stærsta keisaraveldið í [[saga Suðaustur-Asíu|sögu Suðaustur-Asíu]]. Snemma á 19. öld ríkti [[Konbaung-veldið]] yfir því landsvæði sem síðar varð þekkt sem Búrma, auk [[Assam]] og [[Manipúr]]. [[Breska Austur-Indíafélagið]] náði völdum í Mjanmar eftir þrjú [[stríð Bretlands og Búrma]] á 19. öld og landið varð [[bresk nýlenda]]. Landið fékk sjálfstæði árið 1948. Eftir [[valdaránið í Búrma 1962]] tók við herforingjastjórn [[Sósíalistaflokkur Búrma|Sósíalistaflokks Búrma]].
 
Lengst af eftir að landið fékk sjálfstæði hafa hin fjölmörgu þjóðarbrot sem byggja landið átt í langvinnum [[innanlandsátök í Mjanmar|átökum]] sín á milli. Á sama tíma hafa [[Sameinuðu þjóðirnar]] og fleiri alþjóðlegir eftirlitsaðilar bent á margvísleg kerfisbundin [[mannréttindabrot]] í landinu. Árið 2011 var herforingjastjórnin formlega leyst upp í kjölfar [[þingkosningar í Mjanmar 2010|þingkosninga 2010]] og borgaraleg stjórn tók við völdum. Á sama tíma var pólitískum föngum, eins og stjórnarandstöðuleiðtoganum [[Aung San Suu Kyi]], sleppt úr haldi. Þetta varð til þess að bæta samskipti Mjanmar við önnur ríki og dró úr [[viðskiptaþvinganir gegn Mjanmar|viðskiptaþvingunum]]. Stjórn Mjanmar og herinn hafa hins vegar verið gagnrýnd fyrir ofsóknir gegn minnihlutahópum í landinu og hörð viðbrögð við mótmælum og átökum trúarhópa. Í [[þingkosningar í Mjanmar 2015|kosningunum 2015]] vann flokkur Suu Kyi meirihluta í báðum deildum. [[Her Mjanmar]] er þó áfram mjög valdamikill í landinu.
 
Mjanmar er aðili að [[Leiðtogafundur Austur-Asíuríkja|Leiðtogafundi Austur-Asíuríkja]], [[Samtök óháðra ríkja|Samtökum óháðra ríkja]], [[ASEAN]] og [[BIMSTEC]], en er ekki hluti af [[Breska samveldið|Breska samveldinu]]. Landið er auðugt af [[jaði]] og [[eðalsteinn|eðalsteinum]], olíu, jarðgasi og öðrum jarðefnum. Mjanmar býr líka yfir miklum endurnýjanlegum orkulindum; landið á mestu möguleika til framleiðslu [[sólarorka|sólarorku]] af öllum ríkjum á Stór-Mekongsvæðinu. Árið 2013 var landsframleiðsla að nafnvirði 56,7 milljarðar dala. [[Tekjubil]]ið í Mjanmar er með því mesta sem gerist í heiminum, þar sem stórir hlutar efnahagslífsins eru undir stjórn stuðningsmanna herforingjastjórnarinnar. Samkvæmt [[Vísitala um þróun lífsgæða|Vísitölu um þróun lífsgæða]] árið 2019 var Mjanmar í 147. sæti af 189.
 
== Saga ==