„Antoine Lavoisier“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Siggigg97 (spjall | framlög)
m Bætti við nokkrum linkum á aðrar greinar
Siggigg97 (spjall | framlög)
m linkar
Lína 47:
Lavoisier gekk mjög illa að sannfæra samtímamenn sína um það að vatn væri ekki frumefni, fræðimenn höfðu verið sannfærðir um að vatn væri frumefni í yfir tvö þúsund ár og þótti því mörgum það fáránleg hugmynd að vatn væri efnasamband. Þegar Cavendish frétti af þessari kenningu Lavoisiers var hann ekki sannfærður og skrifaði í riti sem hann birti 1784 „As the commonly received principle of phlogiston explains all phenomena at least as well as Mr. LAVOISIER‘S, I have adhered to that“<ref name=":4" />.
 
[[James Watt]], enskur gufuvélaframleiðandi og vinur Priestleys, sagði að þó það væri ekki nein ástæða til að efast um að allar rannsóknir Lavoisiers væru gerðar af mikilli nákvæmni og varfærni þá væri hann ekki sannfærður um að hægt væri að draga þá ályktun út frá tilraununum að vatn væri ekki frumefni og ekki heldur hægt að útiloka tilvist flógistons <ref name=":4" />.
 
Lavoisier sá að hann þyrfti greinilega að koma fram með betri sönnun á eðli vatns til að sannfæra samtímamenn sína. Hann ákvað að reyna að sína betur fram á eðli vatns með því að mæla nákvæmar magn hvarfefna og myndefna og sýna fram á að það væri það sama. Hann fylgdi þar eftir rannsóknum [[Gaspard Monge]], sem hafði sjálfur gert slíka rannsókn þar sem hafði sýnt fram á að við myndun vatns væri massi vatnsins nánast nákvæmlega sá sami og massi lofttegundanna sem notast var við.
Lína 69:
Margir gáfu lítið fyrir þessar rannsóknir Lavoisiers, sérstaklega efnafræðingar utan Frakklands. Írski efnafræðingurinn [[Richard Kirwan]] var einn þeirra sem voru ekki sannfærðir. Hann hélt því fram að einungis væri hægt að búa til vatn úr vetni og súrefni við gífurlegan hita, annars myndi koltvíoxíð myndast eins og við venjulegan bruna, óvíst er hvað hann hafði fyrir sér í þessu þar sem ógjörningur er að mynda koltvíoxíð úr vetni og súrefni.
 
Priestley fór aftur að skoða upphaflegu tilraun Cavendish og sagði að tilraunin sýndi einungis að allar lofttegundir innihéldu vatn sem losnaði við bruna þeirra, hann tók líka eftir því að það myndaðist smá [[saltpéturssýra]] við efnahvarfið og því hlyti Lavoisier að hafa rangt fyrir sér. Lavoisier og fylgimenn hans sögðu að ástæða þess að saltpéturssýran myndaðist væri að gasið sem Priestley væri að nota væri mengað af [[Nitur|nitri]].
 
Gagnrýnendur Lavoisiers gerðu lítið úr tilraunum Lavoisiers til að gera súrefniskenninguna að samþykktri staðreind. Lavoisier sagði að einungis væri hægt að gagnrýna niðurstöður tilrauna hans ef einhver framkvæmdi tilraun af jafn mikilli nákvæmni og varfærni og hann sem sýndu fram á eitthvað annað. Kirwan var ósammála þessu og sagði að þó svo að Lavoisier ætti hrós skilið fyrir að hafa verið fyrstur til að framkvæma svona nákvæmar tilraunir innan efnafræðinnar þá gæti hann ekki fallist á að ein tilraun gæti gert margra áratuga rannsóknir á efninu að engu. William Nicholson, enskur efnafræðingur sem ritstýrði annari útgáfu ''Essay on Phlogiston'' eftir Kirwan, gagnrýndi rannsóknir Lavoisiers og sagði að það væri enginn möguleiki að tækjabúnaðurinn hans væri í raun eins nákvæmur og Lavoisier hélt fram. Nicholson hafði í ritum sínum haldið því fram að ekki væri hægt að nota niðurstöður tilrauna til að komast að því hvernig heimurinn virkaði, ekki væri hægt að fullvissa sig um neitt með tilraunum. Hann byggði þar á heimspeki breskra [[Raunhyggja|raunhyggjumanna]] og virðist sem þessar hugmyndir hafi verið algengar meðal breskra efnafræðinga<ref name=":4" />.